Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 19:57 Gestum sóttkvíarhótelsins er nú frjálst að ljúka sóttkví annars staðar. Vísir/Vilhelm Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. „Engu að síður biðla sóttvarnayfirvöld til gesta að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu, enda er það besta leiðin til að draga úr útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins,“ segir í tilkynningunni. Í framhaldinu mun heilbrigðisráðherra í samráði við sóttvarnalækni skoða hvaða leið verður farin til að lágmarka áhættu á að smit berist inn í landið. „Þetta er alvarleg staða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti sóttkvíarhúsa ekki koma á óvart. „Ég hef frá því að heilbrigðisráðherra tilkynnti um fyrirhugaða skyldudvöl í sóttkvíarhúsi spurt bæði í ræðu og riti hvort hún teldi að það væri lagaheimild fyrir þessu af því að ég taldi að svo væri ekki. Hún fullyrti að svo væri,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd hefur boðað til fundar á morgun sem Helga segir að fari líklega fram eftir ríkisstjórnarfund. Allir nefndarmeðlimir hafa samþykkt fundarboðið og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fundinn. Nefndinni hefur enn ekki borist svar við fundarboði frá ráðherra. Á fundinum stendur til að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærunum og sérstaklega það að ferðamenn séu skikkaðir á sóttkvíarhótel. Treystir Þórólfi í einu og öllu en lagastoð vantar „Ég bara beið spennt eftir því að sjá hvað dómstólar myndu segja. Af því að þó að ég aðhyllist mjög þessar nauðsynlegu sóttvarnaráðstafanir og treysti Þórólfi í einu og öllu í hans mati þá verður að vera lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem farið er í,“ segir Helga Vala. „Okkur er skylt að passa að lögin séu þannig að við getum farið í nauðsynlegar aðgerðir.“ Helga segir ljóst að lagastoð vanti fyrir viðlíka aðgerðum og sóttkvíarhótelið er. Þegar breytingar á sóttvarnalögum voru samþykktar á þingi í desember voru ýmis ákvæði felld úr frumvarpinu, þar á meðal heimildir til að setja á útgöngubann og að skylda fólk til að halda sóttkví á tilteknum stað. „Þess vegna var farin þessi millileið, það kom tillaga að breytingum frá stjórnarliðum í nefndinni, sem vildi ekki fara þá leið að setja þetta skýra ákvæði inn í lögin,“ segir Helga. „Ekki síst fólk sem er búsett hér sem heldur ekki sóttkví“ Ómar Valdimarsson, lögmaður eins þeirra sem höfðaði mál eftir að hafa verið gert að sitja sóttkví á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í úrskurði dómara hafi komið fram að ein ástæða þess að ákvörðun sóttvarnalæknis hafi verið felld úr gildi sé þar sem hann hafi haft aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu. Helga Vala segir óvíst hvort úrskurðinn megi einnig heimfæra á fólk sem ekki er búsett hér á landi og geti því ekki setið sóttkví á heimili sínu. „Nú er það þannig að þetta er ekki síst sett á vegna þess að fólk búsett hér er ekki að halda sóttkví. Þá spyr maður, ef Þórólfur lítur svo á að það þurfi að hafa þetta, verðum við ekki að setja slíka heimild í lögin?“ spyr Helga. „Ég tel að það sé mikilvægt vegna þess að ég til mikilvægt að frelsi alls almennings á Íslandi verði ekki skert út af einstaka aðilum sem ekki halda sóttkví þrátt fyrir skylduna um það. Við búum við mjög mikla frelsisskerðingu, skólar lokuðu, vinnustaðir, íþróttir og menning lokuðu. Ég held að við séum að fórna þarna meiri hagsmunum fyrir minn með því að gera þetta svona.“ Heilbrigðisráðherra sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hún hyggðist ekki tjá sig um úrskurðinn að svo stöddu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Dómsmál Tengdar fréttir Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Engu að síður biðla sóttvarnayfirvöld til gesta að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu, enda er það besta leiðin til að draga úr útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins,“ segir í tilkynningunni. Í framhaldinu mun heilbrigðisráðherra í samráði við sóttvarnalækni skoða hvaða leið verður farin til að lágmarka áhættu á að smit berist inn í landið. „Þetta er alvarleg staða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti sóttkvíarhúsa ekki koma á óvart. „Ég hef frá því að heilbrigðisráðherra tilkynnti um fyrirhugaða skyldudvöl í sóttkvíarhúsi spurt bæði í ræðu og riti hvort hún teldi að það væri lagaheimild fyrir þessu af því að ég taldi að svo væri ekki. Hún fullyrti að svo væri,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd hefur boðað til fundar á morgun sem Helga segir að fari líklega fram eftir ríkisstjórnarfund. Allir nefndarmeðlimir hafa samþykkt fundarboðið og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fundinn. Nefndinni hefur enn ekki borist svar við fundarboði frá ráðherra. Á fundinum stendur til að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærunum og sérstaklega það að ferðamenn séu skikkaðir á sóttkvíarhótel. Treystir Þórólfi í einu og öllu en lagastoð vantar „Ég bara beið spennt eftir því að sjá hvað dómstólar myndu segja. Af því að þó að ég aðhyllist mjög þessar nauðsynlegu sóttvarnaráðstafanir og treysti Þórólfi í einu og öllu í hans mati þá verður að vera lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem farið er í,“ segir Helga Vala. „Okkur er skylt að passa að lögin séu þannig að við getum farið í nauðsynlegar aðgerðir.“ Helga segir ljóst að lagastoð vanti fyrir viðlíka aðgerðum og sóttkvíarhótelið er. Þegar breytingar á sóttvarnalögum voru samþykktar á þingi í desember voru ýmis ákvæði felld úr frumvarpinu, þar á meðal heimildir til að setja á útgöngubann og að skylda fólk til að halda sóttkví á tilteknum stað. „Þess vegna var farin þessi millileið, það kom tillaga að breytingum frá stjórnarliðum í nefndinni, sem vildi ekki fara þá leið að setja þetta skýra ákvæði inn í lögin,“ segir Helga. „Ekki síst fólk sem er búsett hér sem heldur ekki sóttkví“ Ómar Valdimarsson, lögmaður eins þeirra sem höfðaði mál eftir að hafa verið gert að sitja sóttkví á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í úrskurði dómara hafi komið fram að ein ástæða þess að ákvörðun sóttvarnalæknis hafi verið felld úr gildi sé þar sem hann hafi haft aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu. Helga Vala segir óvíst hvort úrskurðinn megi einnig heimfæra á fólk sem ekki er búsett hér á landi og geti því ekki setið sóttkví á heimili sínu. „Nú er það þannig að þetta er ekki síst sett á vegna þess að fólk búsett hér er ekki að halda sóttkví. Þá spyr maður, ef Þórólfur lítur svo á að það þurfi að hafa þetta, verðum við ekki að setja slíka heimild í lögin?“ spyr Helga. „Ég tel að það sé mikilvægt vegna þess að ég til mikilvægt að frelsi alls almennings á Íslandi verði ekki skert út af einstaka aðilum sem ekki halda sóttkví þrátt fyrir skylduna um það. Við búum við mjög mikla frelsisskerðingu, skólar lokuðu, vinnustaðir, íþróttir og menning lokuðu. Ég held að við séum að fórna þarna meiri hagsmunum fyrir minn með því að gera þetta svona.“ Heilbrigðisráðherra sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hún hyggðist ekki tjá sig um úrskurðinn að svo stöddu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Dómsmál Tengdar fréttir Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08
Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36
Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05