Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 23:33 Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Vísir/Getty Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip. Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip.
Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06