Raiola og Alf-Inge Håland í Barcelona að ræða framtíð Håland yngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 12:00 Håland hefur dregið Dortmund á herðum sér það sem af er leiktíð en gæti nú verið á förum til Barcelona. Nico Vereecken/Getty Norski framherjinn Erling Braut Håland gæti verið á leið til Barcelona ef marka má nýjustu fréttir. Umboðsmaður hans, Mino Raiola, sem og Alf Inge Håland, faðir hans, eru staddir í Barcelona er þetta er skrifað. Það er blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hann segir að Raiola hafi flogið til Barcelona eftir að hafa fundað með Borussia Dortmund um framtíð leikmannsins. Håland er sem stendur leikmaður Dortmund en það virðist sem hann fari frá félaginu í sumar. Mino Raiola is in Barcelona today together with Haaland s father.Meeting ongoing *right now* with Laporta, who dreams of Erling as new star.There s nothing agreed yet. Barça are one of the many clubs interested in signing Haaland. More details: https://t.co/eLOpkLu1Na https://t.co/9BT7yiw6qM— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 1, 2021 Joan Laporta var nýverið kosinn forseti Barcelona í annað skipti á ævinni. Hann vill ólmur fá Håland í raðir félagsins þó svo að allar fréttir bendi til þess að hirslur þess séu tómar. Hinn tvítugi Håland hefur átt frábært tímabil með Dortmund sem keypti hann frá Red Bull Salzburg sumarið 2020. Hefur hann skorað 21 mark í 21 leik í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp fimm mörk til viðbótar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann svo skorað tíu mörk í aðeins sex leikjum. Raiola viðurkenndi í viðtali á dögunum að leikmaðurinn væri enn betri en hann hefði haldið og mögulega hefðu það verið mistök að selja hann fyrst til Dortmund þar sem framherjinn hefði þá þegar verið tilbúinn að spila fyrir stærstu félög heims. Romano tekur fram að ekkert sé ákveðið er varðar framtíð Håland og Barcelona sé aðeins eitt af fjölmörgum félögum sem eru að fylgjast með gangi mála. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nær öll stórlið Evrópu og verður forvitnilegt að sjá hvar hann endar og hversu dýr hann verður. Fótbolti Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Sjá meira
Það er blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hann segir að Raiola hafi flogið til Barcelona eftir að hafa fundað með Borussia Dortmund um framtíð leikmannsins. Håland er sem stendur leikmaður Dortmund en það virðist sem hann fari frá félaginu í sumar. Mino Raiola is in Barcelona today together with Haaland s father.Meeting ongoing *right now* with Laporta, who dreams of Erling as new star.There s nothing agreed yet. Barça are one of the many clubs interested in signing Haaland. More details: https://t.co/eLOpkLu1Na https://t.co/9BT7yiw6qM— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 1, 2021 Joan Laporta var nýverið kosinn forseti Barcelona í annað skipti á ævinni. Hann vill ólmur fá Håland í raðir félagsins þó svo að allar fréttir bendi til þess að hirslur þess séu tómar. Hinn tvítugi Håland hefur átt frábært tímabil með Dortmund sem keypti hann frá Red Bull Salzburg sumarið 2020. Hefur hann skorað 21 mark í 21 leik í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp fimm mörk til viðbótar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann svo skorað tíu mörk í aðeins sex leikjum. Raiola viðurkenndi í viðtali á dögunum að leikmaðurinn væri enn betri en hann hefði haldið og mögulega hefðu það verið mistök að selja hann fyrst til Dortmund þar sem framherjinn hefði þá þegar verið tilbúinn að spila fyrir stærstu félög heims. Romano tekur fram að ekkert sé ákveðið er varðar framtíð Håland og Barcelona sé aðeins eitt af fjölmörgum félögum sem eru að fylgjast með gangi mála. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nær öll stórlið Evrópu og verður forvitnilegt að sjá hvar hann endar og hversu dýr hann verður.
Fótbolti Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Sjá meira