Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2021 13:37 Pétur Heimisson er umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi. Mynd/Aðsend Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Hann segir skipverjana sjálfa eiga mikið lof skilið fyrir hversu vel þeim hafi tekist að hindra útbreiðslu veirunnar. Niðurstöður skimunar frá því í fyrradag sýndu að níu þeirra hafi ekki smitast af kórónuveirunni en það var níu sólarhringum eftir komuna til Reyðarfjarðar. „Ég veit ekki hvort það sé heppni eða hvað það segir yfirleitt en þessum tíu manna hópi sem veiktist hefur vegnað betur en maður reiknaði með. Einungis einn varð alvarlega veikur.“ Pétur vísar þarna í skipverjann sem flytja þurfti suður á Landspítalann með sjúkraflugi á sunnudag eftir að einkenni hans tóku að versna til muna. Skipverjarnir eru allir kínverskir og höfðu verið á sjó samfellt í tvær vikur áður en skipið lagði að bryggju í Reyðarfirði. Pétur segir að sjö þeirra hafi fengið fyrstu einkenni sjúkdómsins nákvæmlega þegar vika var liðin af túrnum. Súrálsskipið kom til Mjóeyrarhafnar 20. mars síðastliðinn. Sjö af nítján skipverjum fundu fyrir einkennum COVID-19 en skimun leiddi í ljós að níu voru smitaðir. Einn úr hópnum veiktist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudag. Hinir veiku eru með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum Pétur var spurður út í andlegu hliðina á málinu; hvort það væri ekki erfitt fyrir skipverjana að vera veikir og fastir í einangrun í ókunnu landi. Pétur svaraði því til að vissulega væri það kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum en að allir sem komi að verkefninu reyni sitt allra besta til að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er. „Við pössum upp á að hafa mikinn fyrirsjáanleika. Í hvert sinn sem fagmaður fer um borð til að meta ástand og heilsu þeirra – sem er daglega – þá vita þeir alltaf hvenær næsta heimsókn verður. Þeir hafa góðan aðgang að okkur hjá HSA og COVID-göngudeildinni. Það hefur skipt miklu máli bæði fyrir þá og okkur.“ Pétur fær skýrslu um líðan skipverjanna á hverjum degi. Hann segir að líðan þeirra sé þokkaleg sem stendur og að enginn sé alvarlega veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fjarðabyggð Tengdar fréttir Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10 Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Hann segir skipverjana sjálfa eiga mikið lof skilið fyrir hversu vel þeim hafi tekist að hindra útbreiðslu veirunnar. Niðurstöður skimunar frá því í fyrradag sýndu að níu þeirra hafi ekki smitast af kórónuveirunni en það var níu sólarhringum eftir komuna til Reyðarfjarðar. „Ég veit ekki hvort það sé heppni eða hvað það segir yfirleitt en þessum tíu manna hópi sem veiktist hefur vegnað betur en maður reiknaði með. Einungis einn varð alvarlega veikur.“ Pétur vísar þarna í skipverjann sem flytja þurfti suður á Landspítalann með sjúkraflugi á sunnudag eftir að einkenni hans tóku að versna til muna. Skipverjarnir eru allir kínverskir og höfðu verið á sjó samfellt í tvær vikur áður en skipið lagði að bryggju í Reyðarfirði. Pétur segir að sjö þeirra hafi fengið fyrstu einkenni sjúkdómsins nákvæmlega þegar vika var liðin af túrnum. Súrálsskipið kom til Mjóeyrarhafnar 20. mars síðastliðinn. Sjö af nítján skipverjum fundu fyrir einkennum COVID-19 en skimun leiddi í ljós að níu voru smitaðir. Einn úr hópnum veiktist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudag. Hinir veiku eru með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum Pétur var spurður út í andlegu hliðina á málinu; hvort það væri ekki erfitt fyrir skipverjana að vera veikir og fastir í einangrun í ókunnu landi. Pétur svaraði því til að vissulega væri það kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum en að allir sem komi að verkefninu reyni sitt allra besta til að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er. „Við pössum upp á að hafa mikinn fyrirsjáanleika. Í hvert sinn sem fagmaður fer um borð til að meta ástand og heilsu þeirra – sem er daglega – þá vita þeir alltaf hvenær næsta heimsókn verður. Þeir hafa góðan aðgang að okkur hjá HSA og COVID-göngudeildinni. Það hefur skipt miklu máli bæði fyrir þá og okkur.“ Pétur fær skýrslu um líðan skipverjanna á hverjum degi. Hann segir að líðan þeirra sé þokkaleg sem stendur og að enginn sé alvarlega veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fjarðabyggð Tengdar fréttir Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10 Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29