Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 12:09 Margrét Lillý er ekki reið út í móður sína, hún segir hana veika og þurfa aðstoð. Kerfið hafi brugðist þeim báðum. vísir/villi Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór. Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór.
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01
Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14