Sjá ekki tengsl á milli þeirra fimm sem greindust utan sóttkvíar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 11:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir enn sem komið er ekki hægt að sjá tengsl á milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Smitrakning sé hins vegar enn í gangi og vel getur verið að hún leiði eitthvað í ljós varðandi hugsanleg tengsl smitanna. Þá gæti raðgreining einnig leitt eitthvað í ljós. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði þessi fimm smit utan sóttkvíar vera á suðvesturhorninu en einnig teygja sig inn á Suðurland. Það væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. Þórólfur sagði töluverðan fjölda hafa smitast innanlands undanfarna daga. Flestir væru í sóttkví en einnig hefðu nokkrir verið utan sóttkvíar og þau smit hafi reynst erfitt að rekja. „Ákveðnar vísbendingar eru um að þessi hópur geti nú verið vaxandi því að í gær greindust átta innanlands og þar af voru einungis þrír í sóttkví, fimm utan sóttkvíar. Rakning stendur nú yfir og beðið er eftir niðurstöðu úr raðgreiningu en á þessari stundu eru engar vísbendingar um tengsl á milli þessara aðila. Þessi smit greindust öll á suðvesturhorni landsins en reyndar á Suðurlandi líka þannig að það eru greinilega merki um að við erum ekki búin að ná utan um samfélagssmit á þessari stundu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að flestir þeirra sem hefðu greinst með veiruna í sóttkví tengdust smitum sem komu upp í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Það sama ætti ekki við um þá sem væru að greinast utan sóttkvíar. „Stóran hluta þeirra sem hafa greinst utan sóttkvíar má rekja til ferðamanns eða ferðamanna sem greinst hafa í seinni skimun og virðist hafa farið óvarlega í sinni fimm daga sóttkví,“ sagði Þórólfur en ítrekaði að enn ætti eftir að raðgreina og rekja smitin fimm sem greindust utan sóttkvíar í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Smitrakning sé hins vegar enn í gangi og vel getur verið að hún leiði eitthvað í ljós varðandi hugsanleg tengsl smitanna. Þá gæti raðgreining einnig leitt eitthvað í ljós. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði þessi fimm smit utan sóttkvíar vera á suðvesturhorninu en einnig teygja sig inn á Suðurland. Það væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. Þórólfur sagði töluverðan fjölda hafa smitast innanlands undanfarna daga. Flestir væru í sóttkví en einnig hefðu nokkrir verið utan sóttkvíar og þau smit hafi reynst erfitt að rekja. „Ákveðnar vísbendingar eru um að þessi hópur geti nú verið vaxandi því að í gær greindust átta innanlands og þar af voru einungis þrír í sóttkví, fimm utan sóttkvíar. Rakning stendur nú yfir og beðið er eftir niðurstöðu úr raðgreiningu en á þessari stundu eru engar vísbendingar um tengsl á milli þessara aðila. Þessi smit greindust öll á suðvesturhorni landsins en reyndar á Suðurlandi líka þannig að það eru greinilega merki um að við erum ekki búin að ná utan um samfélagssmit á þessari stundu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að flestir þeirra sem hefðu greinst með veiruna í sóttkví tengdust smitum sem komu upp í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Það sama ætti ekki við um þá sem væru að greinast utan sóttkvíar. „Stóran hluta þeirra sem hafa greinst utan sóttkvíar má rekja til ferðamanns eða ferðamanna sem greinst hafa í seinni skimun og virðist hafa farið óvarlega í sinni fimm daga sóttkví,“ sagði Þórólfur en ítrekaði að enn ætti eftir að raðgreina og rekja smitin fimm sem greindust utan sóttkvíar í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira