Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. mars 2021 11:51 Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira