Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 17:56 Mynd af vef Grindavíkurbæjar af röðinni á Suðurstrandarvegi. Grindavíkurbær Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira