Bretar stórauka fjárframlög til handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 13:31 Steven Larsson var besti leikmaður breska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum 2012 og skoraði meðal annars níu mörk gegn Íslandi. getty/Jeff Gross Bretland hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum en nú gæti það breyst. Bretar hafa ákveðið að úthluta 2,4 milljónum punda úr nýjum sjóði, National Squads Support Fund, til átta íþróttagreina sem keppt er á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra. Meðal þeirra er handbolti. Talið er þetta hjálpi yfir hundrað íþróttamönnum að keppa á alþjóðlegum mótum sem eykur möguleika þeirra á að komast á Ólympíuleika. „Þetta er stór stund fyrir íþróttina okkar og gríðarlega mikilvægt að tryggja tilverurétt hennar á afreksstigi. Þetta hjálpar íþróttafólkinu okkar að keppa fyrir hönd Bretlands á hæsta getustigi,“ sagði Paul Bray, formaður breska handknattleikssambandsins. Auk handbolta fengu blak, sundknattleikur, glíma, mjúkbolti, listsund, sitjandi blak og blindrabolti úthlutað styrk úr sjóðnum. Bresku handboltaliðin hafa aðeins keppt á einum Ólympíuleikum, á heimavelli 2012. Þar töpuðu þau öllum leikjum sínum stórt. Ísland vann Bretland, 41-24, í lokaumferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í London fyrir níu árum. Í breska hópnum voru tveir leikmenn Aftureldingar, þeir Mark Hawkins og Christopher McDermott. Hvorugur þeirra gerði miklar rósir hér á landi. Þá gerði Atli Már Báruson, núverandi leikmaður Hauka, tilraun til að komast í breska hópinn en án árangurs. Handbolti Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Bretar hafa ákveðið að úthluta 2,4 milljónum punda úr nýjum sjóði, National Squads Support Fund, til átta íþróttagreina sem keppt er á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra. Meðal þeirra er handbolti. Talið er þetta hjálpi yfir hundrað íþróttamönnum að keppa á alþjóðlegum mótum sem eykur möguleika þeirra á að komast á Ólympíuleika. „Þetta er stór stund fyrir íþróttina okkar og gríðarlega mikilvægt að tryggja tilverurétt hennar á afreksstigi. Þetta hjálpar íþróttafólkinu okkar að keppa fyrir hönd Bretlands á hæsta getustigi,“ sagði Paul Bray, formaður breska handknattleikssambandsins. Auk handbolta fengu blak, sundknattleikur, glíma, mjúkbolti, listsund, sitjandi blak og blindrabolti úthlutað styrk úr sjóðnum. Bresku handboltaliðin hafa aðeins keppt á einum Ólympíuleikum, á heimavelli 2012. Þar töpuðu þau öllum leikjum sínum stórt. Ísland vann Bretland, 41-24, í lokaumferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í London fyrir níu árum. Í breska hópnum voru tveir leikmenn Aftureldingar, þeir Mark Hawkins og Christopher McDermott. Hvorugur þeirra gerði miklar rósir hér á landi. Þá gerði Atli Már Báruson, núverandi leikmaður Hauka, tilraun til að komast í breska hópinn en án árangurs.
Handbolti Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita