„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 22:00 Löng bílaröð að bílastæðaaðstöðu við gönguleiðina að gosinu myndaðist í kvöld. Vísir/Arnar Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. „Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira