Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2021 21:45 Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands, og stofnandi Queer in Iceland. Einar Árnason Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. Það heitir Sigfúsarhús og var reist árið 1895. Þar var lengi verslun en síðast félagsmiðstöð aldraðra. Núna er þetta virðulega hús að fá nýtt en óvenjulegt hlutverk, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Sigfúsarhús er talið næstelsta hús Neskaupstaðar.Einar Árnason „Hér erum við að gera upp þetta hús og erum að búa til hinsegin listamannadvöl, eða „residency“ eins og það er kallað á ensku,“ segir Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands og stofnandi Queer in Iceland ásamt Hafsteini Hafsteinssyni. „Þetta hús verður að hluta heimili okkar Hafsteins, mannsins míns, sem er listamaður, og að hluta verða hérna fimm herbergi fyrir gesti og vinnustofur.“ Upprunalegum innviðum er haldið en um leið reynt að skapa hýran brag með veggfóðri og litavali.Einar Árnason Upprunalegum stíl hússins er blandað við anda nýs hlutverks. „Við látum húsið njóta sín eins og það var en jafnframt að það sé hýrt - öðruvísi og skemmtilegt – og gerum það kannski í veggfóðrinu og málningunni og slíku,“ segir Hákon. Stefnt er að því að taka inn þrjá hópa á ári, sex vikur í senn, einkum að vetri. „Við erum fyrst og fremst að höfða til hinsegin listamanna og fræðimanna. Þetta eru náttúrlega orðin stór fræði. Það er verið að skoða ýmislegt bæði með hinsegin- og kynjagleraugum. Þannig að það er kannski ekki endilega að gestirnir okkar séu einhverstaðar á rófinu hinsegin. Það getur líka verið að vinna með eitthvað sem tengist þessum þræði, þessari línu. Þú gætir verið að skoða hlut kvenna í sögunni eða slíkt. Ef þig vantar aðstöðuna, og ert á þessari línu, þá höfum við plássið til að taka á móti.“ Séð yfir Neskaupstað. Sigfúsarhús er neðarlega fyrir miðri mynd.Einar Árnason Hákon telur staðsetningu á Norðfirði fjarri Reykjavík vera kost. „Eiginlega allt svona starf, sem fer fram í heiminum, hinsegin stofnanir og þessar tvær aðrar „residensíur“ sem eru til sambærilegar, þetta er allt saman tengt borgum.“ Ísland og dreifbýli með friði og ró sé spennandi. „Þegar fólk dvelur svona lengi þá skapar það svo mikið efni. Það póstar svo miklu á netinu um dvölina sína. Svo fer það heim og þá er það eins og litlar ferðaskrifstofur. Segja öllum frá: Þegar þú ferð til Íslands þá verður þú að koma þarna við og stoppa.“ Horft yfir austasta hluta bæjarins í átt til Norðfjarðarflóa og Barðsness.Einar Árnason Listamennirnir verði lifandi auglýsing. „Og svona skapar bænum einhverja svona öðruvísi menningarlega sérstöðu sem hvergi annars staðar er til á landinu og bara til á tveimur öðrum stöðum í heiminum í dag,“ segir Hákon Guðröðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hinsegin Ferðamennska á Íslandi Húsavernd Eistnaflug Menning Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Það heitir Sigfúsarhús og var reist árið 1895. Þar var lengi verslun en síðast félagsmiðstöð aldraðra. Núna er þetta virðulega hús að fá nýtt en óvenjulegt hlutverk, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Sigfúsarhús er talið næstelsta hús Neskaupstaðar.Einar Árnason „Hér erum við að gera upp þetta hús og erum að búa til hinsegin listamannadvöl, eða „residency“ eins og það er kallað á ensku,“ segir Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands og stofnandi Queer in Iceland ásamt Hafsteini Hafsteinssyni. „Þetta hús verður að hluta heimili okkar Hafsteins, mannsins míns, sem er listamaður, og að hluta verða hérna fimm herbergi fyrir gesti og vinnustofur.“ Upprunalegum innviðum er haldið en um leið reynt að skapa hýran brag með veggfóðri og litavali.Einar Árnason Upprunalegum stíl hússins er blandað við anda nýs hlutverks. „Við látum húsið njóta sín eins og það var en jafnframt að það sé hýrt - öðruvísi og skemmtilegt – og gerum það kannski í veggfóðrinu og málningunni og slíku,“ segir Hákon. Stefnt er að því að taka inn þrjá hópa á ári, sex vikur í senn, einkum að vetri. „Við erum fyrst og fremst að höfða til hinsegin listamanna og fræðimanna. Þetta eru náttúrlega orðin stór fræði. Það er verið að skoða ýmislegt bæði með hinsegin- og kynjagleraugum. Þannig að það er kannski ekki endilega að gestirnir okkar séu einhverstaðar á rófinu hinsegin. Það getur líka verið að vinna með eitthvað sem tengist þessum þræði, þessari línu. Þú gætir verið að skoða hlut kvenna í sögunni eða slíkt. Ef þig vantar aðstöðuna, og ert á þessari línu, þá höfum við plássið til að taka á móti.“ Séð yfir Neskaupstað. Sigfúsarhús er neðarlega fyrir miðri mynd.Einar Árnason Hákon telur staðsetningu á Norðfirði fjarri Reykjavík vera kost. „Eiginlega allt svona starf, sem fer fram í heiminum, hinsegin stofnanir og þessar tvær aðrar „residensíur“ sem eru til sambærilegar, þetta er allt saman tengt borgum.“ Ísland og dreifbýli með friði og ró sé spennandi. „Þegar fólk dvelur svona lengi þá skapar það svo mikið efni. Það póstar svo miklu á netinu um dvölina sína. Svo fer það heim og þá er það eins og litlar ferðaskrifstofur. Segja öllum frá: Þegar þú ferð til Íslands þá verður þú að koma þarna við og stoppa.“ Horft yfir austasta hluta bæjarins í átt til Norðfjarðarflóa og Barðsness.Einar Árnason Listamennirnir verði lifandi auglýsing. „Og svona skapar bænum einhverja svona öðruvísi menningarlega sérstöðu sem hvergi annars staðar er til á landinu og bara til á tveimur öðrum stöðum í heiminum í dag,“ segir Hákon Guðröðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hinsegin Ferðamennska á Íslandi Húsavernd Eistnaflug Menning Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira