Félagsráðgjöf, fíknisjúkdómar og barnavernd Steinunn Bergmann skrifar 27. mars 2021 07:01 Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Félagsmál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar