Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 21:31 Aðstæður á gossvæðinu eru mjög góðar í kvöld, að sögn fréttamanns á staðnum. Svona leit gosið út þegar tekið var að dimma. Vísir/Vilhelm Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. Gríðarleg aðsókn hefur verið á svæðinu síðustu daga. Frá því að talning hófst hafa um sex þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar og stöðugur straumur af fólki hefur verið í dag. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður lýsti því í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að svæðið hafi tekið stórkostlegum breytingum frá því gos hófst fyrir viku síðan, föstudaginn 19. mars. Gígurinn sem myndaðist fyrst var alltaf stærstur. Tveir minni gígar hafa nú sameinast í einn. Sá er orðinn jafnhár þeim fyrsta – og hraunflæði úr honum stöðugt. Umfjöllun Jóhanns í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Jóhann var enn staddur á svæðinu nú skömmu eftir klukkan níu. Hann segir í samtali við Vísi að mikið sjónarspil sé að fylgjast með gígunum tveimur, sérstaklega í ljósaskiptunum. Þá sé mikið fjölmenni á svæðinu, nokkur hundruð manns í það minnsta. Veður sé jafnframt með besta móti og aðstæður í raun fullkomnar. Nær alveg heiðskírt er á svæðinu en nægur vindur til að bægja gasmengun frá. Veður mun þó versna strax á morgun og ekkert útivistarveður á svæðinu um helgina. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa beint því til fólks að gæta vel að sóttvörnum á gossvæðinu. Áréttað er í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld að fólk í sóttkví eigi ekki að fara í gönguferð. Þetta eigi við um alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi. Þá sendi neyðarlínan SMS-skilaboð vegna þessa í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstöðvarnar í kvöld. Spá veðurvaktar um gasdreifingu: Norðlæg átt 5-10 m/s og þurrt að mestu á gosstöðvunum, en snýst í hægari norðaustan og austanátt í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs, en síðar til suðvestur og vesturs, og í kvöld og nótt gæti borist mengun yfir Grindavík sem væri óholl fyrir viðkvæma samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar. Á morgun er ört vaxandi austanátt á svæðinu og með snjókomu. Gosmengun verður því áfram til vesturs og ekkert útivistarveður verður við gosstöðvarnar síðdegis á morgun eða annað kvöld. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07 Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34 Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Gríðarleg aðsókn hefur verið á svæðinu síðustu daga. Frá því að talning hófst hafa um sex þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar og stöðugur straumur af fólki hefur verið í dag. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður lýsti því í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að svæðið hafi tekið stórkostlegum breytingum frá því gos hófst fyrir viku síðan, föstudaginn 19. mars. Gígurinn sem myndaðist fyrst var alltaf stærstur. Tveir minni gígar hafa nú sameinast í einn. Sá er orðinn jafnhár þeim fyrsta – og hraunflæði úr honum stöðugt. Umfjöllun Jóhanns í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Jóhann var enn staddur á svæðinu nú skömmu eftir klukkan níu. Hann segir í samtali við Vísi að mikið sjónarspil sé að fylgjast með gígunum tveimur, sérstaklega í ljósaskiptunum. Þá sé mikið fjölmenni á svæðinu, nokkur hundruð manns í það minnsta. Veður sé jafnframt með besta móti og aðstæður í raun fullkomnar. Nær alveg heiðskírt er á svæðinu en nægur vindur til að bægja gasmengun frá. Veður mun þó versna strax á morgun og ekkert útivistarveður á svæðinu um helgina. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa beint því til fólks að gæta vel að sóttvörnum á gossvæðinu. Áréttað er í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld að fólk í sóttkví eigi ekki að fara í gönguferð. Þetta eigi við um alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi. Þá sendi neyðarlínan SMS-skilaboð vegna þessa í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstöðvarnar í kvöld. Spá veðurvaktar um gasdreifingu: Norðlæg átt 5-10 m/s og þurrt að mestu á gosstöðvunum, en snýst í hægari norðaustan og austanátt í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs, en síðar til suðvestur og vesturs, og í kvöld og nótt gæti borist mengun yfir Grindavík sem væri óholl fyrir viðkvæma samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar. Á morgun er ört vaxandi austanátt á svæðinu og með snjókomu. Gosmengun verður því áfram til vesturs og ekkert útivistarveður verður við gosstöðvarnar síðdegis á morgun eða annað kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07 Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34 Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07
Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37