Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. mars 2021 20:00 Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis. Vísir/Friðrik Þór Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira