Líkleg til að verða einn besti markvörður Íslands á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:57 Telma Ívarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir hafa báðar æft undir stjórn Þorsteins Halldórssonar hjá Breiðabliki. Telma lék þó með FH í fyrra, að láni frá Blikum. @fotbolti og vísir/bára Hin 18 ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin tæplega 22 ára gamla Telma Ívarsdóttir voru í dag valdar í A-landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Þær gætu því spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði. Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra. Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra.
Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13