Skúrkar og hetjur vísindanna Hrannar Smári Hilmarsson skrifar 25. mars 2021 13:01 Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum. Þegar minnst er á brjálaða vísindamanninn þá leitar hugurinn ósjálfrátt hjá flestum til brjálæðings í hvítum slopp sem smíðað hefur einhverja útgáfa af tortímingartæki eða dómsdagsvél. Í fæstum tilfellum er þó um vísindamann að ræða, heldur verkfræðing. Vísindamenn framkvæma tilraunir en sjaldnast smíða þeir dómsdagstæki þó svo að uppgötvanir þeirra geti nýst til slíkra verka. Nærtækasta dæmið er kjarnorkusprengjan, en leitin að sjálfbærri orku fyrir mannkynið leiddi til smíði gereyðingarvopna sem eytt gátu mannkyninu tvisvar sinnum heilt yfir, ef því var að skipta. Sé mælistikan fjöldi dauðsfalla notuð á helstu skúrka vísindanna, þá var það ekki Oppenheimer, sem leiddi Manhattan-verkefnið, né Nóbel sem fann upp dýnamítið, né heldur Kalísjníkov sem þróaði sjálfvirkan hríðskotariffil fyrir sovéska herinn sem var mesti skúrkurinn, heldur voru mestu skúrkarnir búvísindamamenn. Helstan ber að nefna Trófím Lýsenkó sem starfaði sem forstöðumaður erfðafræðistofnunar Sovíetríkjanna, fyrir tilstilli Jósefs Stalíns. Með iðju sinni, sem byggði á illa upp settum tilraunum og að öllum líkindum fölsuðum niðurstöðum má rekja sjö milljón dauðsföll sovéskra borgara hið minnsta vegna algjörs uppskerubrests og tilheyrandi hungursneyðar. Það þarf að leggja saman framlag fjöldamargra uppgötvana, margra vísindamanna til þess að ná Lýsenkó í fjölda dauðsfalla. Lýsenkó var vissulega brjálaður vísindamaður sem sveifst einskis til þess að ná til frekari metorða í sovéska kommúnistaflokknum. Illa menntaður og ólæs fram að 13 ára, aldri úr sárafátækt varð hann eftirlæti Stalíns og nefndur berfætti vísindamaðurinn. Klikkun sem þessa verður þó að rekja til stjórnanda sovétríkjanna á þessum tíma, Stalíns sjálfs. Að hafa sett Lýsenkó í þetta áhrifamikla embætti til þess að leika sér að lífi fólks sem svalt til dauða í sveitum Rússlands og Úkraínu mætti flokka sem glæp gegn mannkyninu. Merki um gereyðingarmátt Lýsenkós má finna víðar m.a. í Kína. Stærstu hetjur vísindanna, sé mælt í fjölda mannslífa sem uppgötvanir þeirra hafa bjargað, voru ekki læknar eða heilbrigðisvísindamenn sem eyddu ævi sinni í rannsóknir á hræðilegum sjúkdómum á borð við krabbamein eða Alzheimers, heldur búvísindamenn. Helsta hetja vísindanna er efalaust Norman Borlaug, en nafn hans er ekki þekkt meðal almennings þó svo að uppruna daglegrar matvöru heimsbyggðarinnar megi í mörgum tilfellum rekja til hans. Líklega má rekja uppgötvanir hans til þess að einn og hálfur milljarður manna svalt ekki til bana, og fjöldi fólks líður ekki matvælaskort. Enn fremur má þess geta að stríð og ófriðarástand má oft rekja til matvælaskorts. Eins og Borlaug sagði sjálfur: “þú býrð ekki til friðsæma veröld á tóma maga og mannlegri eymd”. Fyrir störf sín fékk hann friðarverðlaun Nóbels, enda eru slík verðlaun ekki veitt í flokki búvísinda. Alltof sjaldan er nafni Normans Borlaugs haldið á lofti þegar veita á ungum vísindamönnum innblástur til þess að gera heiminn okkar betri. Rannsóknir í búvísindum er ekki einkamál sveitanna. Það er nauðsynlegt að allir verðandi vísindamenn hugi að öllum möguleikum til náms, hvar þörf er á kröftum þeirra og hvar þeir kraftar geta helst orðið til mikilla áhrifa. Það er svo undir hverjum og einum komið, hvort þau áhrif séu til góðs eða ills. Nám í búvísindum á BS stigi er hægt að stunda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Höfundur er búvísindamaður að mennt og starfar sem tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum. Þegar minnst er á brjálaða vísindamanninn þá leitar hugurinn ósjálfrátt hjá flestum til brjálæðings í hvítum slopp sem smíðað hefur einhverja útgáfa af tortímingartæki eða dómsdagsvél. Í fæstum tilfellum er þó um vísindamann að ræða, heldur verkfræðing. Vísindamenn framkvæma tilraunir en sjaldnast smíða þeir dómsdagstæki þó svo að uppgötvanir þeirra geti nýst til slíkra verka. Nærtækasta dæmið er kjarnorkusprengjan, en leitin að sjálfbærri orku fyrir mannkynið leiddi til smíði gereyðingarvopna sem eytt gátu mannkyninu tvisvar sinnum heilt yfir, ef því var að skipta. Sé mælistikan fjöldi dauðsfalla notuð á helstu skúrka vísindanna, þá var það ekki Oppenheimer, sem leiddi Manhattan-verkefnið, né Nóbel sem fann upp dýnamítið, né heldur Kalísjníkov sem þróaði sjálfvirkan hríðskotariffil fyrir sovéska herinn sem var mesti skúrkurinn, heldur voru mestu skúrkarnir búvísindamamenn. Helstan ber að nefna Trófím Lýsenkó sem starfaði sem forstöðumaður erfðafræðistofnunar Sovíetríkjanna, fyrir tilstilli Jósefs Stalíns. Með iðju sinni, sem byggði á illa upp settum tilraunum og að öllum líkindum fölsuðum niðurstöðum má rekja sjö milljón dauðsföll sovéskra borgara hið minnsta vegna algjörs uppskerubrests og tilheyrandi hungursneyðar. Það þarf að leggja saman framlag fjöldamargra uppgötvana, margra vísindamanna til þess að ná Lýsenkó í fjölda dauðsfalla. Lýsenkó var vissulega brjálaður vísindamaður sem sveifst einskis til þess að ná til frekari metorða í sovéska kommúnistaflokknum. Illa menntaður og ólæs fram að 13 ára, aldri úr sárafátækt varð hann eftirlæti Stalíns og nefndur berfætti vísindamaðurinn. Klikkun sem þessa verður þó að rekja til stjórnanda sovétríkjanna á þessum tíma, Stalíns sjálfs. Að hafa sett Lýsenkó í þetta áhrifamikla embætti til þess að leika sér að lífi fólks sem svalt til dauða í sveitum Rússlands og Úkraínu mætti flokka sem glæp gegn mannkyninu. Merki um gereyðingarmátt Lýsenkós má finna víðar m.a. í Kína. Stærstu hetjur vísindanna, sé mælt í fjölda mannslífa sem uppgötvanir þeirra hafa bjargað, voru ekki læknar eða heilbrigðisvísindamenn sem eyddu ævi sinni í rannsóknir á hræðilegum sjúkdómum á borð við krabbamein eða Alzheimers, heldur búvísindamenn. Helsta hetja vísindanna er efalaust Norman Borlaug, en nafn hans er ekki þekkt meðal almennings þó svo að uppruna daglegrar matvöru heimsbyggðarinnar megi í mörgum tilfellum rekja til hans. Líklega má rekja uppgötvanir hans til þess að einn og hálfur milljarður manna svalt ekki til bana, og fjöldi fólks líður ekki matvælaskort. Enn fremur má þess geta að stríð og ófriðarástand má oft rekja til matvælaskorts. Eins og Borlaug sagði sjálfur: “þú býrð ekki til friðsæma veröld á tóma maga og mannlegri eymd”. Fyrir störf sín fékk hann friðarverðlaun Nóbels, enda eru slík verðlaun ekki veitt í flokki búvísinda. Alltof sjaldan er nafni Normans Borlaugs haldið á lofti þegar veita á ungum vísindamönnum innblástur til þess að gera heiminn okkar betri. Rannsóknir í búvísindum er ekki einkamál sveitanna. Það er nauðsynlegt að allir verðandi vísindamenn hugi að öllum möguleikum til náms, hvar þörf er á kröftum þeirra og hvar þeir kraftar geta helst orðið til mikilla áhrifa. Það er svo undir hverjum og einum komið, hvort þau áhrif séu til góðs eða ills. Nám í búvísindum á BS stigi er hægt að stunda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Höfundur er búvísindamaður að mennt og starfar sem tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun