Kærur hafa verið sendar út vegna náttúruspjalla við gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:47 Miklir slóðar hafa myndast á svæðinu í kring um Geldingadal. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur sent út kærur vegna umhverfisspjalla í kring um gosstöðvarnar í Geldingadal. Starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa orðið vitni að ítrekuðum akstri utan vega ásamt því að almenningur hefur sent inn ábendingar. Tvær kærur hafa þegar verið sendar til lögreglu. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að mest virðist hafa verið ekið í gegn um Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem nái langt út frá þeim vegum sem skráðir séu á svæðinu. Þá hefur verið ítrekað ekið út af slóðunum og nýjar leiðir farnar – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Segir að dæmi séu um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli um fjögurra kílómetra leið yfir ósnortið hraun. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða vegsummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umferðin getur hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna málanna. Tvö þeirra hafi þegar endað með kæru til lögreglu og muni stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag. „Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.“ „Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Lögreglumál Tengdar fréttir Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50 Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31 Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að mest virðist hafa verið ekið í gegn um Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem nái langt út frá þeim vegum sem skráðir séu á svæðinu. Þá hefur verið ítrekað ekið út af slóðunum og nýjar leiðir farnar – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Segir að dæmi séu um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli um fjögurra kílómetra leið yfir ósnortið hraun. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða vegsummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umferðin getur hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna málanna. Tvö þeirra hafi þegar endað með kæru til lögreglu og muni stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag. „Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.“ „Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Lögreglumál Tengdar fréttir Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50 Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31 Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50
Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31
Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02