Göngufólki hleypt af stað inn í Geldingadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 11:16 Talið er að þúsundir landsmanna hafi gert sér ferð upp í Geldingadal í gær. Vísir/Vilhelm Lörgeglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadal. Veðurskilyrði fara batnandi og fylgist Veðurstofa Íslands með veðrinu í rauntíma þökk sé veðurstöð sem komið hefur verið upp í dalnum. Unnið er að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, tjáði fréttastofu upp úr klukkan ellefu að göngufólki hefði verið hleypt af stað inn í Geldingadal. Þetta hafi verið ákveðið eftir samráðsfund vísindamanna og viðbragðsaðila í morgun. Hann boðaði frekari upplýsingar í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sú tilkynning var send út um klukkan 11:40. Þar segir lögreglustjórinn að með fyrrnefndum aðgerðum sé talið ásættanlegt að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá reynist óhagstæð. „Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda,“ segir í tilkynningunni. „Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.“ Davíð segir að töluverður fjöldi bíla hafi verið kominn á Suðurstrandarveg í morgun. Að neðan má sjá tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem barst klukkan 11:40. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir. Fjallað var ítarlega um stöðu mála á gossvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en sannkallað umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandarvegi. Fréttin verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, tjáði fréttastofu upp úr klukkan ellefu að göngufólki hefði verið hleypt af stað inn í Geldingadal. Þetta hafi verið ákveðið eftir samráðsfund vísindamanna og viðbragðsaðila í morgun. Hann boðaði frekari upplýsingar í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sú tilkynning var send út um klukkan 11:40. Þar segir lögreglustjórinn að með fyrrnefndum aðgerðum sé talið ásættanlegt að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá reynist óhagstæð. „Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda,“ segir í tilkynningunni. „Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.“ Davíð segir að töluverður fjöldi bíla hafi verið kominn á Suðurstrandarveg í morgun. Að neðan má sjá tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem barst klukkan 11:40. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir. Fjallað var ítarlega um stöðu mála á gossvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en sannkallað umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandarvegi. Fréttin verður uppfærð.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06