Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. Um er að ræða leikmenn sem hafa leikið mikið með landsliðinu að undanförnu og voru í lykilhlutverki í undankeppninni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Íslenska liðið komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Willum Þór Willumsson, miðjumaður Willum Þór skorar í 3-0 sigri Íslands á Lúxemborg í fyrsta leik undankeppninnar.vísir/bára Lék alla níu leiki Íslands í undankeppninni og skoraði þrjú mörk. Hefur venjulega leikið vinstra megin á þriggja manna miðju með U-21 árs landsliðinu. Willum lék sinn fyrsta og eina A-landsleik gegn Eistlandi í janúar 2019. Eftir frábært tímabil með Breiðabliki 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar keypti BATE Borisov Willum. Hann varð hvít-rússneskur bikarmeistari með liðinu í fyrra. Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Andersen, er einnig í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. Hann lék átta leiki og skoraði eitt mark í undankeppninni. Klippa: Mörk Willums Þórs með U-21 árs landsliðinu Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Mark Sveins Arons úr vítaspyrnu tryggði Íslandi sigur á Írlandi í Víkinni.vísir/vilhelm Markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fimm mörk. Sveinn Aron skoraði meðal annars sigurmörk Íslands í heimaleikjunum gegn Írlandi og Svíþjóð. Þá skoraði hann einnig í 1-2 sigrinum á Írum á útivelli en með honum tryggðu Íslendingar sér EM-sætið. Sveinn Aron, sem er stór og sterkur framherji með öflugan vinstri fót, hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað sex mörk. Hann var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi síðasta haust en kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron er á láni hjá OB í Danmörku frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia en hefur fengið fá tækifæri með OB í vetur. Sveinn Aron hefur einnig leikið með báðum Kópavogsliðunum, HK og Breiðabliki, Val og á láni hjá Ravenna á Ítalíu. Klippa: Mörk Sveins Arons með U-21 árs landsliðinu Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Jón Dagur hefur leikið fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum, alls 47 leiki.vísir/vilhelm Líkt og Willum og Sveinn Aron er Jón Dagur fæddur 1998 og úr Kópavoginum. Fór ungur til Fulham en var lánaður til Vendsyssel tímabilið 2018-19. Hann gekk í raðir AGF 2019. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu og fengið lof fyrir frammistöðu sína. Landsliðsþjálfarasonurinn lék sjö af níu leikjum Íslands í undankeppni EM og skoraði tvö mörk. Jón Dagur hefur einnig verið með annan fótinn í A-landsliðinu og leikið sex leiki fyrir það og skorað eitt mark. Hann verður fyrirliði íslenska liðsins á EM. Klippa: Mörk Jóns Dags fyrir U-21 árs landsliðið Alex Þór Hauksson, miðjumaður Ísland - Lúxemborg, U21 karla, EM 21 riðlakeppni. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Álftnesingurinn lék átta leiki í undankeppninni og er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur. Leikur jafnan aftastur á miðjunni og gegnir stóru hlutverki bæði í vörn og sókn. Alex var keyptur til sænska B-deildarliðsins Öster í vetur eftir að hafa verið lykilmaður hjá Stjörnunni í fjögur tímabil. Hefur leikið 72 leiki í efstu deild og varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Alex hefur leikið þrjá vináttulandsleiki með A-landsliðinu, einn árið 2019 og tvo 2020. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Patrik Sigurður Gunnarsson stendur milli stanganna hjá íslenska liðinu á EM.GETTY/HARRY MURPHY Lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppninni og hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Patrik er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Brentford á Englandi. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Patrik er nú á láni hjá Silkeborg sem er í toppbaráttunni í dönsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Viborg í sömu deild. Patrik var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki þess í janúar í fyrra en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Um er að ræða leikmenn sem hafa leikið mikið með landsliðinu að undanförnu og voru í lykilhlutverki í undankeppninni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Íslenska liðið komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Willum Þór Willumsson, miðjumaður Willum Þór skorar í 3-0 sigri Íslands á Lúxemborg í fyrsta leik undankeppninnar.vísir/bára Lék alla níu leiki Íslands í undankeppninni og skoraði þrjú mörk. Hefur venjulega leikið vinstra megin á þriggja manna miðju með U-21 árs landsliðinu. Willum lék sinn fyrsta og eina A-landsleik gegn Eistlandi í janúar 2019. Eftir frábært tímabil með Breiðabliki 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar keypti BATE Borisov Willum. Hann varð hvít-rússneskur bikarmeistari með liðinu í fyrra. Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Andersen, er einnig í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. Hann lék átta leiki og skoraði eitt mark í undankeppninni. Klippa: Mörk Willums Þórs með U-21 árs landsliðinu Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Mark Sveins Arons úr vítaspyrnu tryggði Íslandi sigur á Írlandi í Víkinni.vísir/vilhelm Markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fimm mörk. Sveinn Aron skoraði meðal annars sigurmörk Íslands í heimaleikjunum gegn Írlandi og Svíþjóð. Þá skoraði hann einnig í 1-2 sigrinum á Írum á útivelli en með honum tryggðu Íslendingar sér EM-sætið. Sveinn Aron, sem er stór og sterkur framherji með öflugan vinstri fót, hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað sex mörk. Hann var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi síðasta haust en kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron er á láni hjá OB í Danmörku frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia en hefur fengið fá tækifæri með OB í vetur. Sveinn Aron hefur einnig leikið með báðum Kópavogsliðunum, HK og Breiðabliki, Val og á láni hjá Ravenna á Ítalíu. Klippa: Mörk Sveins Arons með U-21 árs landsliðinu Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Jón Dagur hefur leikið fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum, alls 47 leiki.vísir/vilhelm Líkt og Willum og Sveinn Aron er Jón Dagur fæddur 1998 og úr Kópavoginum. Fór ungur til Fulham en var lánaður til Vendsyssel tímabilið 2018-19. Hann gekk í raðir AGF 2019. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu og fengið lof fyrir frammistöðu sína. Landsliðsþjálfarasonurinn lék sjö af níu leikjum Íslands í undankeppni EM og skoraði tvö mörk. Jón Dagur hefur einnig verið með annan fótinn í A-landsliðinu og leikið sex leiki fyrir það og skorað eitt mark. Hann verður fyrirliði íslenska liðsins á EM. Klippa: Mörk Jóns Dags fyrir U-21 árs landsliðið Alex Þór Hauksson, miðjumaður Ísland - Lúxemborg, U21 karla, EM 21 riðlakeppni. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Álftnesingurinn lék átta leiki í undankeppninni og er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur. Leikur jafnan aftastur á miðjunni og gegnir stóru hlutverki bæði í vörn og sókn. Alex var keyptur til sænska B-deildarliðsins Öster í vetur eftir að hafa verið lykilmaður hjá Stjörnunni í fjögur tímabil. Hefur leikið 72 leiki í efstu deild og varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Alex hefur leikið þrjá vináttulandsleiki með A-landsliðinu, einn árið 2019 og tvo 2020. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Patrik Sigurður Gunnarsson stendur milli stanganna hjá íslenska liðinu á EM.GETTY/HARRY MURPHY Lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppninni og hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Patrik er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Brentford á Englandi. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Patrik er nú á láni hjá Silkeborg sem er í toppbaráttunni í dönsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Viborg í sömu deild. Patrik var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki þess í janúar í fyrra en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn