Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2021 10:33 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur litla ógn stafa af gosinu. Vísir/Vilhelm Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. „Í morgun fóru vísindamenn í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgosins enn frekar. Það er mat vísindamanna að gosstöðvarnar séu litlar og lítil framrás hefur verið frá því í gær, talið er að gosið ógni ekki mannvirkjum eða byggð,“ segir í tilkynningunni. „Í framhaldi af stöðufundi nú í morgun þar sem farið var yfir gögn vísindamanna hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig.“ Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af gosinu á tíunda tímanum í morgun.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í aukafréttatíma Stöðvar 2 núna um klukkan 10 að um væri að ræða lítið gos og tiltölulega hættulaust. Hraunið komist ekki út úr Geldingadalnum og byggð eða mannvirkjum stafi því engin ógn af hraunflæði að svo stöddu. Þar að auki er lítil hætta á því að gasmengun fari yfir hættumörk í byggð, að sögn Víðis. Á næstunni munu vísindamenn fara á staðinn til að efnagreina hraunið og meta stöðuna betur í framhaldinu. Ekki er mælt með því að fólk reyni að komast á staðinn. Gossvæði eru alltaf hættuleg og til marks um það rifjar Víðir upp að önnur sprunga hafi skyndilega opnast í Fimmvörðuhálsgosinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 20. mars 2021 08:51 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Í morgun fóru vísindamenn í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgosins enn frekar. Það er mat vísindamanna að gosstöðvarnar séu litlar og lítil framrás hefur verið frá því í gær, talið er að gosið ógni ekki mannvirkjum eða byggð,“ segir í tilkynningunni. „Í framhaldi af stöðufundi nú í morgun þar sem farið var yfir gögn vísindamanna hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig.“ Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af gosinu á tíunda tímanum í morgun.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í aukafréttatíma Stöðvar 2 núna um klukkan 10 að um væri að ræða lítið gos og tiltölulega hættulaust. Hraunið komist ekki út úr Geldingadalnum og byggð eða mannvirkjum stafi því engin ógn af hraunflæði að svo stöddu. Þar að auki er lítil hætta á því að gasmengun fari yfir hættumörk í byggð, að sögn Víðis. Á næstunni munu vísindamenn fara á staðinn til að efnagreina hraunið og meta stöðuna betur í framhaldinu. Ekki er mælt með því að fólk reyni að komast á staðinn. Gossvæði eru alltaf hættuleg og til marks um það rifjar Víðir upp að önnur sprunga hafi skyndilega opnast í Fimmvörðuhálsgosinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 20. mars 2021 08:51 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28
Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 20. mars 2021 08:51