Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. „Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira