Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2021 06:32 B-2 Spirit-sprengjuþota að leggja upp í flug frá Lajes-herflugvellinum á Azoreyjum í fyrradag. U.S. Air Force/Heather Salazar Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. „Sprengjuþoturnar flugu í löngu samflugi um norðurslóðir, mættust undan ströndum Íslands um nóttina til að betrumbæta þá hæfni í næturflugi sem nauðsynleg er til að starfa í þessu umhverfi,“ segir á fréttasíðu bandaríska flughersins. B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum í Þrændalögum í Noregi.Norski flugherinn „Verkefnið er mikilvægt til að viðhalda sterkri stöðu okkar á heimsvísu,“ er haft eftir Steven L. Basham aðstoðarherforingja í tilkynningu hersins. „Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að veita flugmönnum okkar tækifæri til að þjálfa í einstöku umhverfi." B-2 þoturnar voru fyrr um daginn sendar til hinna portúgölsku Azoreyja sunnar í Atlantshafi þar sem tekið var eldsneyti og skipt um áhafnir áður en haldið var í loftið á ný. Þrjár B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur lentu á Azoreyjum í fyrradag.U.S. Air Force/Heather Salazar B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum norðvestan Þrándheims í Noregi þar sem þær hafa verið við æfingar undanfarinn mánuð. „Að staðsetja sprengjuflugvélarnar í Noregi og fljúga þeim á öðrum svæðum á norðurslóðum sýnir ásetning flughersins um virkt eftirlit þar og sendir bæði bandamönnum og hugsanlegum andstæðingum eins og Rússlandi skilaboð um að svæðið sé í forgangi,“ segir í frétt flughersins. Mikla athygli vakti sumarið 2019 þegar hin torséða B-2 sprengjuþota lenti á Keflavíkurflugvelli til að æfa eldsneytistöku með hreyfla í gangi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu hennar: Myndband bandaríska flughersins frá komu B-2 til Azoreyja í fyrradag má sjá hér. Þaðan flugu þoturnar áleiðis til Íslands: Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að báðar tegundirnar væru hljóðfráar. Hið rétta er að B-1 er hljóðfrá en ekki hin torséða B-2. NATO Varnarmál Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Portúgal Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Sprengjuþoturnar flugu í löngu samflugi um norðurslóðir, mættust undan ströndum Íslands um nóttina til að betrumbæta þá hæfni í næturflugi sem nauðsynleg er til að starfa í þessu umhverfi,“ segir á fréttasíðu bandaríska flughersins. B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum í Þrændalögum í Noregi.Norski flugherinn „Verkefnið er mikilvægt til að viðhalda sterkri stöðu okkar á heimsvísu,“ er haft eftir Steven L. Basham aðstoðarherforingja í tilkynningu hersins. „Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að veita flugmönnum okkar tækifæri til að þjálfa í einstöku umhverfi." B-2 þoturnar voru fyrr um daginn sendar til hinna portúgölsku Azoreyja sunnar í Atlantshafi þar sem tekið var eldsneyti og skipt um áhafnir áður en haldið var í loftið á ný. Þrjár B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur lentu á Azoreyjum í fyrradag.U.S. Air Force/Heather Salazar B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum norðvestan Þrándheims í Noregi þar sem þær hafa verið við æfingar undanfarinn mánuð. „Að staðsetja sprengjuflugvélarnar í Noregi og fljúga þeim á öðrum svæðum á norðurslóðum sýnir ásetning flughersins um virkt eftirlit þar og sendir bæði bandamönnum og hugsanlegum andstæðingum eins og Rússlandi skilaboð um að svæðið sé í forgangi,“ segir í frétt flughersins. Mikla athygli vakti sumarið 2019 þegar hin torséða B-2 sprengjuþota lenti á Keflavíkurflugvelli til að æfa eldsneytistöku með hreyfla í gangi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu hennar: Myndband bandaríska flughersins frá komu B-2 til Azoreyja í fyrradag má sjá hér. Þaðan flugu þoturnar áleiðis til Íslands: Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að báðar tegundirnar væru hljóðfráar. Hið rétta er að B-1 er hljóðfrá en ekki hin torséða B-2.
NATO Varnarmál Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Portúgal Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45