Reyna að brjóta upp á fábreyttan hversdagsleikann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2021 22:03 Í Kaupmannahöfn er fjölmennt Íslendingasamfélag sem ekki hefur farið varhluta af ströngum sóttvarnaraðgerðum í Danmörku undanfarna mánuði. Vísir/Elín Margrét Strangar sóttvarnaraðgerðir eru enn í gildi í Danmörku þótt nokkur skref hafi verið stigin til afléttingar. Íslendingar í Kaupmannahöfn sakna þess meðal annars hvað helst að komast á barinn, á veitingastaði og vona að landamæri verði opnuð sem fyrst. Smærri verslanir voru opnaðar aftur um mánaðamótin eftir að hafa verið lokaðar síðan um jólin. Engu að síður eru enn afar strangar sóttvarnaraðgerðir í gildi í Danmörku. Þannig miðast samkomutakmarkanir til að mynda ennþá við fimm manns, og elstu bekkir grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu fá einungis að mæta í skólann einu sinni í viku og fer kennsla fram utandyra. Á meðan Norðmenn og fleiri ríki Evrópu óttast þriðju bylgju eru Danir byrjaðir að slaka á takmörkunum. Danir hafa verið duglegir að skima fyrir covid-19 en í gær voru tekin rúmlega þrjú hundruð þúsund sýni. Af þeim reyndust 787 vera smitaðir, eða um 0,25 prósent þeirra sem voru skimaðir. Erfitt að vera fjarri fjölskyldu Í Kaupmannahöfn er fjölmennt Íslendingasamfélag sem ekki hefur farið varhluta af ströngum sóttvarnaraðgerðum undanfarna mánuði. Gunnhildur Ásmundsdóttir er kennari og nemi og býr með kærastanum sínum í Kaupmannahöfn.Vísir/Elín Margrét „Að vera í landi þar sem að maður er ekki með sama tengslanet og á Íslandi, ekki með fjölskyldu og vini og það er rosalega takmarkað hvern maður getur hitt og hvað maður hefur gert,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, kennari og nemi, spurð hvað henni hafi reynst erfiðast við lífið í Danmörku í faraldrinum. Jórunn Einarsdóttir grunnskólakennari segir erfiðast að hafa ekki haft tök á að ferðast til og frá Íslandi með auðveldum hætti. „Það sem er erfiðast kannski er að elsti sonur okkar hann býr á Íslandi, hann flutti til Íslands til að fara í framhaldsskóla og var að útskrifast um jólin og það hefur verið svolítið erfitt,“ segir Jórunn. Tvö barna hennar búa þó með henni og manni hennar í Danmörku og fékk eldri dóttir þeirra, 17 ára, að mæta í skólann loksins á mánudaginn, í fyrsta skipti síðan fyrir jól. Jórunn Einarsdóttir grunnskólakennari býr í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Elsti sonur hennar býr á Íslandi.Vísir/Elín Margrét Fótbolti, Tinder og tilraunaeldhús „Ég hef verið að taka mikið af göngutúrum og verið að reyna fyrir mér í tilhugalífinu með Tinder sem ég er ekki vanur að gera,“ segir Askur Kristjánsson, starfsmaður á Hamborgarabúllunni í Kaupmannahöfn, spurður hvort hann hafi fundið sér eitthvað nýtt og öðruvísi að gera til að gera sér dagamun á meðan strangar reglur eru í gildi. Hann kveðst sakna þess einna mest að geta hitt fleiri félaga í einu og skroppið á barinn. Askur Kristjánsson vinnur á Hamborgarabúllu Tómasar sem er með nokkur útibú í Kaupmannahöfn en Askur hefur búið í Danmörku í fimm ár.Vísir/Elín Gunnhildur hefur jafnframt leitað leiða til að finna sér eitthvað meira að gera á meðan nær allt er lokað. „Við vorum að reyna að taka okkur saman í Íslendingagrúbbunni á Facebook og þar eru alveg komnar fimmtíu íslenskar konur sem ætla að koma saman í fótbolta, við ætlum alla veganna að reyna það,“ segir Gunnhildur, en þrátt fyrir að almennt gildi fimm manna samkomubann mega nú allt að 25 koma saman til skipulagðra íþróttaæfinga utandyra. Jórunn og fjölskylda hennar hafa jafnframt reynt að gera það besta úr stöðunni. „Við reynum kannski líkt og margir aðrir að prófa okkur áfram í eldhúsinu. Maður er voðalega mikið bara heima, reynt að fara í göngutúra, sett á fót smá rútínu í göngutúrum. Við hittumst með öðrum vinahjónum einu sinni í viku, þá hittumst við víðs vegar um borgina og reynum að ganga saman. Það hefur verið mjög skemmtilegt. Kaupa ís, rúnta,“ segir Jórunn. En ef það væri eitthvað eitt sem þú mættir velja, sem ekki hefur verið hægt að gera undanfarna mánuði, hvað myndi verða fyrir valinu? „Opin landamæri, klárlega,“ segir Jórunn. „Það er mjög góð spurning en ég held að það væru bara veitingastaðir myndu opna,“ segir Gunnhildur. „Það myndu líklega vera barirnir,“ segir Askur. Danmörk Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Smærri verslanir voru opnaðar aftur um mánaðamótin eftir að hafa verið lokaðar síðan um jólin. Engu að síður eru enn afar strangar sóttvarnaraðgerðir í gildi í Danmörku. Þannig miðast samkomutakmarkanir til að mynda ennþá við fimm manns, og elstu bekkir grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu fá einungis að mæta í skólann einu sinni í viku og fer kennsla fram utandyra. Á meðan Norðmenn og fleiri ríki Evrópu óttast þriðju bylgju eru Danir byrjaðir að slaka á takmörkunum. Danir hafa verið duglegir að skima fyrir covid-19 en í gær voru tekin rúmlega þrjú hundruð þúsund sýni. Af þeim reyndust 787 vera smitaðir, eða um 0,25 prósent þeirra sem voru skimaðir. Erfitt að vera fjarri fjölskyldu Í Kaupmannahöfn er fjölmennt Íslendingasamfélag sem ekki hefur farið varhluta af ströngum sóttvarnaraðgerðum undanfarna mánuði. Gunnhildur Ásmundsdóttir er kennari og nemi og býr með kærastanum sínum í Kaupmannahöfn.Vísir/Elín Margrét „Að vera í landi þar sem að maður er ekki með sama tengslanet og á Íslandi, ekki með fjölskyldu og vini og það er rosalega takmarkað hvern maður getur hitt og hvað maður hefur gert,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, kennari og nemi, spurð hvað henni hafi reynst erfiðast við lífið í Danmörku í faraldrinum. Jórunn Einarsdóttir grunnskólakennari segir erfiðast að hafa ekki haft tök á að ferðast til og frá Íslandi með auðveldum hætti. „Það sem er erfiðast kannski er að elsti sonur okkar hann býr á Íslandi, hann flutti til Íslands til að fara í framhaldsskóla og var að útskrifast um jólin og það hefur verið svolítið erfitt,“ segir Jórunn. Tvö barna hennar búa þó með henni og manni hennar í Danmörku og fékk eldri dóttir þeirra, 17 ára, að mæta í skólann loksins á mánudaginn, í fyrsta skipti síðan fyrir jól. Jórunn Einarsdóttir grunnskólakennari býr í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Elsti sonur hennar býr á Íslandi.Vísir/Elín Margrét Fótbolti, Tinder og tilraunaeldhús „Ég hef verið að taka mikið af göngutúrum og verið að reyna fyrir mér í tilhugalífinu með Tinder sem ég er ekki vanur að gera,“ segir Askur Kristjánsson, starfsmaður á Hamborgarabúllunni í Kaupmannahöfn, spurður hvort hann hafi fundið sér eitthvað nýtt og öðruvísi að gera til að gera sér dagamun á meðan strangar reglur eru í gildi. Hann kveðst sakna þess einna mest að geta hitt fleiri félaga í einu og skroppið á barinn. Askur Kristjánsson vinnur á Hamborgarabúllu Tómasar sem er með nokkur útibú í Kaupmannahöfn en Askur hefur búið í Danmörku í fimm ár.Vísir/Elín Gunnhildur hefur jafnframt leitað leiða til að finna sér eitthvað meira að gera á meðan nær allt er lokað. „Við vorum að reyna að taka okkur saman í Íslendingagrúbbunni á Facebook og þar eru alveg komnar fimmtíu íslenskar konur sem ætla að koma saman í fótbolta, við ætlum alla veganna að reyna það,“ segir Gunnhildur, en þrátt fyrir að almennt gildi fimm manna samkomubann mega nú allt að 25 koma saman til skipulagðra íþróttaæfinga utandyra. Jórunn og fjölskylda hennar hafa jafnframt reynt að gera það besta úr stöðunni. „Við reynum kannski líkt og margir aðrir að prófa okkur áfram í eldhúsinu. Maður er voðalega mikið bara heima, reynt að fara í göngutúra, sett á fót smá rútínu í göngutúrum. Við hittumst með öðrum vinahjónum einu sinni í viku, þá hittumst við víðs vegar um borgina og reynum að ganga saman. Það hefur verið mjög skemmtilegt. Kaupa ís, rúnta,“ segir Jórunn. En ef það væri eitthvað eitt sem þú mættir velja, sem ekki hefur verið hægt að gera undanfarna mánuði, hvað myndi verða fyrir valinu? „Opin landamæri, klárlega,“ segir Jórunn. „Það er mjög góð spurning en ég held að það væru bara veitingastaðir myndu opna,“ segir Gunnhildur. „Það myndu líklega vera barirnir,“ segir Askur.
Danmörk Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira