Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 16:30 Friðrik birti þessa mynd af sér í sólinni á Hallormsstað í september. Hann nefndi í færslu þennan dag að hann hefði þurft að skafa bílinn um morguninn og svo verið kominn í sólbað eftir hádegið. Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur. „Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður. Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
„Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður.
Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57
Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22