Auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt enn sem komið er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 18:45 Vísir/HÞ Skýr merki eru á jarðskorpunni um jarðskjálftann við Grindavík á sunnudag. Jarðeðlisfræðingur telur kviku vera á þónokkurri hreyfingu í kvikuganginum og færist nú aftur nær Keili. Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa tekið breytingum undanfarinn sólarhring. Stórum skjálftum hefur fækkað og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil enda fleiri en fjörutíu þúsund skjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir tuttugu dögum. Íslenskar orkurannsóknir hafa fylgst vel með þróun jarðhræringanna og segir jarðeðlifræðingur að skjálftavirkni hafi verið að færast til við Fagradalsfjall aftur í átt að Keili. „Það mundi segja mér að kemst ekki lengra til suðvesturs og er að reyna að finna sér leið til norðausturs,“ segir Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum. Frá þeim gögnum sem rýnt hefur verið í síðustu daga segir Þorbjörg að kvikugangur sé í dag um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Vísir/Egill „Ef þið hugsið ykkur að kvikan hegði sér eins og vatn og vatn flæðir bara þangað þar sem það er auðveldast. Þó að þetta sé á kílómetra til fimm kílómetra dýpi þá er sama lögmál. Núna er er að á leið til norðausturs en það er ekki útilokað að það fari aftur til baka,“ segir Þorbjörg. Ekki er hægt að segja til um hvort kvikan nái til yfirborðs eða hvort það verði eldgos yfir höfuð. „Enn sem komið er, er einfaldara og auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg útskýrir kvikuganginn við Fagradalsfjall.Vísir/Egill Með tilheyrandi hreyfingum á jarðskorpunni. Staðsetning kvikugangsins hefur komið sérfræðingum á óvart miðað við önnur svæði á Reykjanesskaga. „Það eru mjög fáar gossprungur, þið sjáið lítið af rauðu strikum. Það eru miklu fleiri á Krýsuvíkursvæðinu til dæmis. Eins er heldur engin ummyndun á yfirborði sem segir okkur til um jarðhita. Þannig að þetta virðist vera frekar kalt svæði miðað við Reykjanesið, Svartsengi og Krýsuvík,“ segir Þorbjörg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa tekið breytingum undanfarinn sólarhring. Stórum skjálftum hefur fækkað og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil enda fleiri en fjörutíu þúsund skjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir tuttugu dögum. Íslenskar orkurannsóknir hafa fylgst vel með þróun jarðhræringanna og segir jarðeðlifræðingur að skjálftavirkni hafi verið að færast til við Fagradalsfjall aftur í átt að Keili. „Það mundi segja mér að kemst ekki lengra til suðvesturs og er að reyna að finna sér leið til norðausturs,“ segir Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum. Frá þeim gögnum sem rýnt hefur verið í síðustu daga segir Þorbjörg að kvikugangur sé í dag um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Vísir/Egill „Ef þið hugsið ykkur að kvikan hegði sér eins og vatn og vatn flæðir bara þangað þar sem það er auðveldast. Þó að þetta sé á kílómetra til fimm kílómetra dýpi þá er sama lögmál. Núna er er að á leið til norðausturs en það er ekki útilokað að það fari aftur til baka,“ segir Þorbjörg. Ekki er hægt að segja til um hvort kvikan nái til yfirborðs eða hvort það verði eldgos yfir höfuð. „Enn sem komið er, er einfaldara og auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg útskýrir kvikuganginn við Fagradalsfjall.Vísir/Egill Með tilheyrandi hreyfingum á jarðskorpunni. Staðsetning kvikugangsins hefur komið sérfræðingum á óvart miðað við önnur svæði á Reykjanesskaga. „Það eru mjög fáar gossprungur, þið sjáið lítið af rauðu strikum. Það eru miklu fleiri á Krýsuvíkursvæðinu til dæmis. Eins er heldur engin ummyndun á yfirborði sem segir okkur til um jarðhita. Þannig að þetta virðist vera frekar kalt svæði miðað við Reykjanesið, Svartsengi og Krýsuvík,“ segir Þorbjörg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17