Tveir með berkla á hjúkrunarheimili en hvorugur smitandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2021 15:01 Nesvellir er hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjanesbæ. Vísir/vilhelm Tveir starfsmenn Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ greindust með berkla í hefðbundinni heilbrigðisskoðun á dögunum. Hvorugur er smitandi. Til stendur að senda alla íbúa heimilisins í berklaprufu. Fréttablaðið greindi fyrst frá og vísaði í heimildir þess efnis að starfsfólki hafi verið tilkynnt um smitið fyrir viku og fólk í framhaldinu sent í skoðun. Þá hafi starfsfólkinu verið greint frá því á föstudag að fleiri í hópnum hafi mælst jákvæðir en ekki væri ljóst hvort þau væru með virkt smit. Í tilkynningu frá Hrafnistu á fimmta tímanum segir að berklasmitið hafi greinst nýlega. Frá þeim tíma hafi verið unnið að nánari greiningu og allir starfsmenn í dag farið í berklapruf. Enginn af starfsmönnum Hrafnistu hefur greinst smitandi. „Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna,“ segir í tilkynningu frá Neyðarstjórn Hrafnistu. „Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vakni grunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.“ Um tíu berklasmit á Íslandi á ári Berklasmit á Íslandi eru um tíu á ári, stundum færri og stundum fleiri, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en hann ræddi um berkla í tengslum við smit sem kom upp í Klettaskóla fyrir tveimur árum. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjanesbær Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá og vísaði í heimildir þess efnis að starfsfólki hafi verið tilkynnt um smitið fyrir viku og fólk í framhaldinu sent í skoðun. Þá hafi starfsfólkinu verið greint frá því á föstudag að fleiri í hópnum hafi mælst jákvæðir en ekki væri ljóst hvort þau væru með virkt smit. Í tilkynningu frá Hrafnistu á fimmta tímanum segir að berklasmitið hafi greinst nýlega. Frá þeim tíma hafi verið unnið að nánari greiningu og allir starfsmenn í dag farið í berklapruf. Enginn af starfsmönnum Hrafnistu hefur greinst smitandi. „Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna,“ segir í tilkynningu frá Neyðarstjórn Hrafnistu. „Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vakni grunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.“ Um tíu berklasmit á Íslandi á ári Berklasmit á Íslandi eru um tíu á ári, stundum færri og stundum fleiri, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en hann ræddi um berkla í tengslum við smit sem kom upp í Klettaskóla fyrir tveimur árum. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira