„Furðulega góður tími“ eftir krabbameinsmeðferð Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 08:00 Jóhann Björn Sigurbjörnsson á spretti fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi sumarið 2019. mynd/ÍSÍ „Ég ætla að ná toppstandi aftur en það tekur tíma,“ segir Skagfirðingurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson, einn fremsti spretthlaupari þjóðarinnar, í viðtali við RÚV. Hann sneri aftur til keppni um helgina eftir lyfjameðferð vegna eitlakrabbameins. Jóhann Björn, sem er 26 ára gamall, var á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll. Landsliðsmaðurinn hljóp á 7,07 sekúndum í undanrásum 60 metra hlaups og var í boðhlaupssveit UMSS í 4x400 metra boðhlaupi, eftir vel heppnaða lyfjameðferð í fyrra. „Ég greindist sem sagt með krabbamein fyrir ári síðan og byrjaði í lyfjameðferð fyrir sirka ári síðan. Síðan gekk það allt upp og ég náði að byrja að æfa aðeins síðasta haust, rólega. Svo er ég að koma mér aftur í gang núna, og ákvað að keppa um helgina því það er svo gaman að keppa,“ sagði Jóhann Björn við RÚV eftir mótið. „Ég hljóp bara undanrásirnar í 60 metrunum. Þetta var furðulega góður tími hjá mér, 7,07 sekúndur, en ég ákvað að sleppa úrslitunum bara til að passa mig því ég er ekki alveg í besta keppnisforminu núna,“ sagði Jóhann Björn sem á enn piltamet í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hefur best hlaupið 60 metra hlaup innanhúss á 6,93 sekúndum. Jóhann Björn keppti fyrir íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum og í Evrópubikarnum sumarið 2019 og eins og fyrr segir stefnir hann á að komast smám saman í landsliðsform á nýjan leik. „Næsta haust er ég að stefna á að byrja að æfa alveg eins og ég æfði áður. Núna er stefnan að æfa þrisvar í viku og bara koma sér í gang.“ Frjálsar íþróttir Skagafjörður Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Jóhann Björn, sem er 26 ára gamall, var á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll. Landsliðsmaðurinn hljóp á 7,07 sekúndum í undanrásum 60 metra hlaups og var í boðhlaupssveit UMSS í 4x400 metra boðhlaupi, eftir vel heppnaða lyfjameðferð í fyrra. „Ég greindist sem sagt með krabbamein fyrir ári síðan og byrjaði í lyfjameðferð fyrir sirka ári síðan. Síðan gekk það allt upp og ég náði að byrja að æfa aðeins síðasta haust, rólega. Svo er ég að koma mér aftur í gang núna, og ákvað að keppa um helgina því það er svo gaman að keppa,“ sagði Jóhann Björn við RÚV eftir mótið. „Ég hljóp bara undanrásirnar í 60 metrunum. Þetta var furðulega góður tími hjá mér, 7,07 sekúndur, en ég ákvað að sleppa úrslitunum bara til að passa mig því ég er ekki alveg í besta keppnisforminu núna,“ sagði Jóhann Björn sem á enn piltamet í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hefur best hlaupið 60 metra hlaup innanhúss á 6,93 sekúndum. Jóhann Björn keppti fyrir íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum og í Evrópubikarnum sumarið 2019 og eins og fyrr segir stefnir hann á að komast smám saman í landsliðsform á nýjan leik. „Næsta haust er ég að stefna á að byrja að æfa alveg eins og ég æfði áður. Núna er stefnan að æfa þrisvar í viku og bara koma sér í gang.“
Frjálsar íþróttir Skagafjörður Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira