Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. mars 2021 07:04 Aníta Rós Kristjánsdóttir, sem hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hér er hún að vinna í hesthúsinu í Austurási í Árborg við að skipta faxinu á merinni Kröflu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri. Aníta Rós Kristjánsdóttir fer ekki bara í hesthús á höfuðborgarsvæðinu því hún fer líka á Suðurland og í Borgarfjörð. Hér er hún mætt í fax skiptinu í hesthúsinu í Austurási í Árborg til að skipta faxinu á merinni Kröflu, sem er drottningin í hesthúsinu. „Þetta er sem sagt bæði mjög fallegt, þetta felur list í sér. Þetta er róandi fyrir hestinn og hesturinn finnur alveg vel fyrir því þegar þunginn á faxinu jafnast. Ef hestar eru með mjög mikið fax þá er faxið kannski bara öðru megin, þá er alltaf meiri þungi þar. Svo náttúrulega þegar þú skiptir faxinu þá jafnast þessi þungi og hestinum líður bara miklu betur í líkamanum sínum“, segir Aníta Rós. Það er augljóst að hestunum líður mjög vel þegar Aníta Rós er að skipta faxinu. „Já, þeir róast mjög mikið við þetta, þetta er eins og gott nudd fyrir þá. Mannfólkið þekki þetta, ef einhver er að nudda þig eða fikta í hárinu á þér, þá finnst manni það ógeðslega þægilegt, þeim finnst það líka.“ Aníta Rós segir að skiptingin haldi sér í fjórar til sex vikur. En hvernig er að vera atvinnumaður í þessu faxi, hestafaxskiptinga stelpa? „Þetta er bara mjög skemmtilegt, maður hittir alltaf eitthvað nýtt fólk og nýja hesta og er í nýju umhverfi á hverjum degi. Mér finnst alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, ég er ekkert að kvarta yfir þessu,“ segir Aníta Rós hlægjandi. Handverkið er fallegt hjá Anítu Rós en skiptingin heldur sér yfirleitt í fjórar til sex vikur.Aðsend Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Aníta Rós Kristjánsdóttir fer ekki bara í hesthús á höfuðborgarsvæðinu því hún fer líka á Suðurland og í Borgarfjörð. Hér er hún mætt í fax skiptinu í hesthúsinu í Austurási í Árborg til að skipta faxinu á merinni Kröflu, sem er drottningin í hesthúsinu. „Þetta er sem sagt bæði mjög fallegt, þetta felur list í sér. Þetta er róandi fyrir hestinn og hesturinn finnur alveg vel fyrir því þegar þunginn á faxinu jafnast. Ef hestar eru með mjög mikið fax þá er faxið kannski bara öðru megin, þá er alltaf meiri þungi þar. Svo náttúrulega þegar þú skiptir faxinu þá jafnast þessi þungi og hestinum líður bara miklu betur í líkamanum sínum“, segir Aníta Rós. Það er augljóst að hestunum líður mjög vel þegar Aníta Rós er að skipta faxinu. „Já, þeir róast mjög mikið við þetta, þetta er eins og gott nudd fyrir þá. Mannfólkið þekki þetta, ef einhver er að nudda þig eða fikta í hárinu á þér, þá finnst manni það ógeðslega þægilegt, þeim finnst það líka.“ Aníta Rós segir að skiptingin haldi sér í fjórar til sex vikur. En hvernig er að vera atvinnumaður í þessu faxi, hestafaxskiptinga stelpa? „Þetta er bara mjög skemmtilegt, maður hittir alltaf eitthvað nýtt fólk og nýja hesta og er í nýju umhverfi á hverjum degi. Mér finnst alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, ég er ekkert að kvarta yfir þessu,“ segir Aníta Rós hlægjandi. Handverkið er fallegt hjá Anítu Rós en skiptingin heldur sér yfirleitt í fjórar til sex vikur.Aðsend
Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira