Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2021 19:00 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, kallar eftir því að Alþingi grípi inn í. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana. Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana.
Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44
Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39