Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 23:11 Morgunblaðið hefur nú bannað birtingu efnis úr minningargreinum sem birtast í blaðinu. Vísir/Egill Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ. Fjölmiðlar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ.
Fjölmiðlar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent