Sigurjón dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 13:10 Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar dómara við Hæstarétt. Mál Sigurjóns við MDE var vísað frá eftir sátt við ríkið á sömu forsendum. Vísir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í endurupptöku á svokölluðu Ímon-máli. Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, var ekki gerð sérstök refsing. Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins. Hrunið Dómsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins.
Hrunið Dómsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent