Klopp: Hann er einn af þeim bestu í heimi í sinni bestu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 09:30 Fabinho var valinn maður leiksins í 2-0 sigri Liverpool á RB Leipzig í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. AP/Laszlo Balogh Þetta hefur verið sérstakt tímabil fyrir leikmenn Liverpool og ekki síst fyrir leikmann eins og Brasilíumanninn Fabinho. Fabinho hefur eins og fleiri lykilmenn Liverpool þurft að glíma við meiðsli en þegar hann hefur spilað þá hefur hann oftast þurft að spila út úr stöðu. Á þessu var breyting í Meistaradeildinni í vikunni. Jürgen Klopp hefur þurft að spila Fabinho í stöðu miðvarðar og eins og flestir miðverðir liðsins á þessari leiktíð þá meiddist Brassinn þegar hann spilaði þá stöðu. Í 2-0 sigrinum á RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þá var Fabinho hins vegar kominn í sína bestu stöðu sem er á miðjunni. Hann var þar með Thiago Alcantara og náðu þeir mjög vel saman í sannfærandi og langþráðum sigri Liverpool liðsins. Flestir sérfræðingar eru samála um það að endurkoma Fabinho inn á miðjuna hafi verið mikið gæfuspor fyrir Liverpool liðið í þessum leik. Fabinho restored to his rightful place and he has to stay there now. The balance of the midfield looked so much better as Thiago flourished. No more chopping and changing at the back. The Phillips/Kabak combo has to be retained. #LFC https://t.co/aHPh3hs8OV— James Pearce (@JamesPearceLFC) March 11, 2021 Klopp var líka ánægður með hinn 27 ára gamla Fabinho eftir leikinn. Hann var spurður út leikstöðu Fabinho og þá sérstaklega í framhaldinu eftir þessa frammistöðu. „Við verðum að sjá til hvaða lausnir við getum fundið en sexan er hann staða. Það var okkar von um að nota hann þar á þessu tímabili,“ sagði Jürgen Klopp og hann hefur trú á Brassanum. „Hann er einn af þeim bestu í heimi í þessari stöðu, það er á hreinu. Ekki bara varnarlega heldur einnig að búa til. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Klopp. Liverpool stat leaders vs RB Leipzig in the #UCL Most tackles made: Thiago Most duels won: Thiago Most recoveries: Fabinho Most interceptions: FabinhoJürgen Klopp's dream midfield combo. (@Footstock) pic.twitter.com/nLWKTrND8P— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Það er flestum ljóst að meiðslavandræðin í vörninni hafa haft mikil áhrif á miðjuna þar sem bæði Fabinho og fyrirliðinn Jordan Henderson hafa spilað lítið í sínum bestu stöðu þar sem þeir hafa mikið þurft að vera í vörninni. Næti leikur Liverpoool liðsins er á móti Wolves á mánudagskvöldið. Jürgen Klopp on Fabinho: "Best in the world at number 6 position, it is clear."#UCL pic.twitter.com/pK5zofd8AA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 10, 2021 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Fabinho hefur eins og fleiri lykilmenn Liverpool þurft að glíma við meiðsli en þegar hann hefur spilað þá hefur hann oftast þurft að spila út úr stöðu. Á þessu var breyting í Meistaradeildinni í vikunni. Jürgen Klopp hefur þurft að spila Fabinho í stöðu miðvarðar og eins og flestir miðverðir liðsins á þessari leiktíð þá meiddist Brassinn þegar hann spilaði þá stöðu. Í 2-0 sigrinum á RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þá var Fabinho hins vegar kominn í sína bestu stöðu sem er á miðjunni. Hann var þar með Thiago Alcantara og náðu þeir mjög vel saman í sannfærandi og langþráðum sigri Liverpool liðsins. Flestir sérfræðingar eru samála um það að endurkoma Fabinho inn á miðjuna hafi verið mikið gæfuspor fyrir Liverpool liðið í þessum leik. Fabinho restored to his rightful place and he has to stay there now. The balance of the midfield looked so much better as Thiago flourished. No more chopping and changing at the back. The Phillips/Kabak combo has to be retained. #LFC https://t.co/aHPh3hs8OV— James Pearce (@JamesPearceLFC) March 11, 2021 Klopp var líka ánægður með hinn 27 ára gamla Fabinho eftir leikinn. Hann var spurður út leikstöðu Fabinho og þá sérstaklega í framhaldinu eftir þessa frammistöðu. „Við verðum að sjá til hvaða lausnir við getum fundið en sexan er hann staða. Það var okkar von um að nota hann þar á þessu tímabili,“ sagði Jürgen Klopp og hann hefur trú á Brassanum. „Hann er einn af þeim bestu í heimi í þessari stöðu, það er á hreinu. Ekki bara varnarlega heldur einnig að búa til. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Klopp. Liverpool stat leaders vs RB Leipzig in the #UCL Most tackles made: Thiago Most duels won: Thiago Most recoveries: Fabinho Most interceptions: FabinhoJürgen Klopp's dream midfield combo. (@Footstock) pic.twitter.com/nLWKTrND8P— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Það er flestum ljóst að meiðslavandræðin í vörninni hafa haft mikil áhrif á miðjuna þar sem bæði Fabinho og fyrirliðinn Jordan Henderson hafa spilað lítið í sínum bestu stöðu þar sem þeir hafa mikið þurft að vera í vörninni. Næti leikur Liverpoool liðsins er á móti Wolves á mánudagskvöldið. Jürgen Klopp on Fabinho: "Best in the world at number 6 position, it is clear."#UCL pic.twitter.com/pK5zofd8AA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 10, 2021
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira