Vegir víða lokaðir vegna ófærðar og vonskuveðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2021 07:26 Myndin er fengin úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Öxnadalsheiði kl. 07:15. Skyggni virðist vera afar lítið á heiðinni. Vegagerðin Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og vonskuveðurs. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þvera veg. Ekki verður hægt að losa bílana fyrr en veður gengur niður en flutningabíll rann til og þveraði veginn um sjöleytið í gærkvöldi en við það mynduðust langar raðir. Þá er ófært á Öxnadalsheiði, Mývatnsöræfum og Möðrudalsöræfum en unnið er að mokstri á öllum leiðunum þremur samkvæmt tilkynningum Vegagerðarinnar. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu, Víkurskarð er lokað vegna snjóa og vegurinn um Þverárfjall er ófær vegna veðurs. Holtavörðuheiði er opin en hálka er á veginum og skafrenningur á heiðinni. „Þæfingsfærð er víða í Eyjafirði en annars hálka eða snjóþekja víðast hvar á vegum, skafrenningur og slæmt skyggni,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Steingrímsfjarðarheiði er ófær vegna veðurs, Þröskuldar eru lokaðir vegna veður sem og Klettsháls. Þá er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður vegna snjóflóðahættu og Dynjandisheiði er lokuð vegna veðurs. „Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og unnið að mokstri en hálka eða hálkublettir og skafrenningur á flestum öðrum vegum,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Staðan á Austurlandi er síðan eftirfarandi: „Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Hreindýrahjarðir eru víða við veg og hafa m.a. sést á Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, í Álftafirði og Lóni. Vegfarendur er beðnir um að sýna aðgát.“ Veður Samgöngur Umferð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Ekki verður hægt að losa bílana fyrr en veður gengur niður en flutningabíll rann til og þveraði veginn um sjöleytið í gærkvöldi en við það mynduðust langar raðir. Þá er ófært á Öxnadalsheiði, Mývatnsöræfum og Möðrudalsöræfum en unnið er að mokstri á öllum leiðunum þremur samkvæmt tilkynningum Vegagerðarinnar. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu, Víkurskarð er lokað vegna snjóa og vegurinn um Þverárfjall er ófær vegna veðurs. Holtavörðuheiði er opin en hálka er á veginum og skafrenningur á heiðinni. „Þæfingsfærð er víða í Eyjafirði en annars hálka eða snjóþekja víðast hvar á vegum, skafrenningur og slæmt skyggni,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Steingrímsfjarðarheiði er ófær vegna veðurs, Þröskuldar eru lokaðir vegna veður sem og Klettsháls. Þá er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður vegna snjóflóðahættu og Dynjandisheiði er lokuð vegna veðurs. „Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og unnið að mokstri en hálka eða hálkublettir og skafrenningur á flestum öðrum vegum,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Staðan á Austurlandi er síðan eftirfarandi: „Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Hreindýrahjarðir eru víða við veg og hafa m.a. sést á Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, í Álftafirði og Lóni. Vegfarendur er beðnir um að sýna aðgát.“
Veður Samgöngur Umferð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira