Hverjum treystir þú? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. mars 2021 09:30 Framundan eru krefjandi tímar í kjarabaráttunni. Þeir mikilvægustu í langan tíma, þótt kjarasamningar losni ekki fyrr en haustið 2022. Hvernig verður Covid reikningnum skipt og hvaða hópar fá björgunarhring og hverjir ekki? Verður það gert með sanngjörnum hætti og kreppunni dreift yfir lengri tíma? Eða verður það gert með skattahækkunum, niðurskurði á grunnþjónustu og sölu á verðmætum innviðum og auðlindum samfélagsins? Hvað verður gert til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman? Og nú stefnir í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu sem sést hefur langan tíma og lítið virðist um hugmyndir eða framtíðarsýn í húsnæðismálum utan þess sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð lífeyrismála? Eigum við að sætta okkur við að sjóðirnir verði notaðir sem þögglir bakhjarlar sérhagsmuna eða eigum við að taka málin í okkar hendur? Það er á mörgu að taka og mikið sem getur glatast á stuttum tíma ef mótstaðan dvínar innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hart sótt að réttindum okkar og lífskjörum. Alla daga! Okkur hefur gengið vel. Við höfum náð miklum kjarabótum fyrir þá sem eru á meðallaunum og niður úr. Kjarabótum í gegnum vaxtalækkanir og launahækkanir, skattkerfisbreytingar og með styrkari stoðum í stuðningskerfunum okkar. En við getum gert betur, miklu betur á mörgum sviðum. Til þess þarf öfluga og framsýna forystu í verkalýðshreyfingunni, forystu sem stendur í lappirnar og er óhrædd við að segja skoðun sína og er ekki tengd pólitískum sérhagsmunum, hagsmunum sem vilja brjóta niður samtakamátt hreyfingarinnar og draga úr samningsrétti launafólks í skjóli SALEK. Ég vona að félagsmenn VR geri sér grein fyrir því hvað er raunverulega í húfi. Hvaða mun gerast þegar hugmyndafræði sérhagsmuna kemst báðum megin við borðið. Það er vægast sagt skelfileg tilhugsun. Hverjum treystir þú til að leiða verkefnin framundan? Nýtum kosningaréttinn og kjósum. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru krefjandi tímar í kjarabaráttunni. Þeir mikilvægustu í langan tíma, þótt kjarasamningar losni ekki fyrr en haustið 2022. Hvernig verður Covid reikningnum skipt og hvaða hópar fá björgunarhring og hverjir ekki? Verður það gert með sanngjörnum hætti og kreppunni dreift yfir lengri tíma? Eða verður það gert með skattahækkunum, niðurskurði á grunnþjónustu og sölu á verðmætum innviðum og auðlindum samfélagsins? Hvað verður gert til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman? Og nú stefnir í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu sem sést hefur langan tíma og lítið virðist um hugmyndir eða framtíðarsýn í húsnæðismálum utan þess sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð lífeyrismála? Eigum við að sætta okkur við að sjóðirnir verði notaðir sem þögglir bakhjarlar sérhagsmuna eða eigum við að taka málin í okkar hendur? Það er á mörgu að taka og mikið sem getur glatast á stuttum tíma ef mótstaðan dvínar innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hart sótt að réttindum okkar og lífskjörum. Alla daga! Okkur hefur gengið vel. Við höfum náð miklum kjarabótum fyrir þá sem eru á meðallaunum og niður úr. Kjarabótum í gegnum vaxtalækkanir og launahækkanir, skattkerfisbreytingar og með styrkari stoðum í stuðningskerfunum okkar. En við getum gert betur, miklu betur á mörgum sviðum. Til þess þarf öfluga og framsýna forystu í verkalýðshreyfingunni, forystu sem stendur í lappirnar og er óhrædd við að segja skoðun sína og er ekki tengd pólitískum sérhagsmunum, hagsmunum sem vilja brjóta niður samtakamátt hreyfingarinnar og draga úr samningsrétti launafólks í skjóli SALEK. Ég vona að félagsmenn VR geri sér grein fyrir því hvað er raunverulega í húfi. Hvaða mun gerast þegar hugmyndafræði sérhagsmuna kemst báðum megin við borðið. Það er vægast sagt skelfileg tilhugsun. Hverjum treystir þú til að leiða verkefnin framundan? Nýtum kosningaréttinn og kjósum. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar