Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2021 21:01 Skógarhöggsmaður klífur rúmlega tveggja alda gamalt tré áður en það var fellt í dag. AP/Thibault Camus Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. Berceskógur var konungsskógur á árum áður og þar eru mörg há eikartré. Átta af stærstu og mikilvægustu trjánum sem fella þarf vegna endurbyggingarinnar fundust í skóginum. Samkvæmt frétt France24 mun fyrsta tréð duga í átján metra langan bjálka sem verður í undirstöðum spírunnar. Spíran var 93 metra há og hafði einkennt Parísarborg í um rúm 150 ár þegar hún hrundi í bruna í apríl 2019. Það var svo mikið af eikarbjálkum í þaki dómkirkjunnar að þakið var kallað „la foret“ eða skógurinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í kjölfarið að hin 850 ára gamla dómkirkja yrði endurbyggð. Spíran yrði endurbyggð eftir upprunalegri hönnun en henni var bætt við árið 1859 og var það arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc sem hannaði hana á sínum tíma. Spíran er reist úr eik og þakin blýi. Áætlað er að höggva þurfi allt að þúsund 150 til 200 ára gömul eikartré í þessum mánuði vegna verksins. Nauðsynlegt er að fella trén fyrir loka marsmánaðar, áður en safinn í vefjum trjánna eykst, til að hægt sé að tryggja rétt rakastig . Reiknað er með að trén þurfi svo að þorna í á hálft annað ár, áður en vinnsla hefst. Sjá einnig: Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða þessi þúsund tré fell í um 200 skógum sem eru bæði í eigu ríkisins og einkaaðila. Fréttaveitan hefur eftir Michel Druilhe, sem er formaður nokkurs konar skógræktarsamtaka Frakklands, að svo til gott sem allir meðlimir iðnaðarins í Frakklandi taki þátt í átakinu. Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Berceskógur var konungsskógur á árum áður og þar eru mörg há eikartré. Átta af stærstu og mikilvægustu trjánum sem fella þarf vegna endurbyggingarinnar fundust í skóginum. Samkvæmt frétt France24 mun fyrsta tréð duga í átján metra langan bjálka sem verður í undirstöðum spírunnar. Spíran var 93 metra há og hafði einkennt Parísarborg í um rúm 150 ár þegar hún hrundi í bruna í apríl 2019. Það var svo mikið af eikarbjálkum í þaki dómkirkjunnar að þakið var kallað „la foret“ eða skógurinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í kjölfarið að hin 850 ára gamla dómkirkja yrði endurbyggð. Spíran yrði endurbyggð eftir upprunalegri hönnun en henni var bætt við árið 1859 og var það arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc sem hannaði hana á sínum tíma. Spíran er reist úr eik og þakin blýi. Áætlað er að höggva þurfi allt að þúsund 150 til 200 ára gömul eikartré í þessum mánuði vegna verksins. Nauðsynlegt er að fella trén fyrir loka marsmánaðar, áður en safinn í vefjum trjánna eykst, til að hægt sé að tryggja rétt rakastig . Reiknað er með að trén þurfi svo að þorna í á hálft annað ár, áður en vinnsla hefst. Sjá einnig: Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða þessi þúsund tré fell í um 200 skógum sem eru bæði í eigu ríkisins og einkaaðila. Fréttaveitan hefur eftir Michel Druilhe, sem er formaður nokkurs konar skógræktarsamtaka Frakklands, að svo til gott sem allir meðlimir iðnaðarins í Frakklandi taki þátt í átakinu.
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira