Sér fram á að á annað hundrað verði í sóttkví í lok dags Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 15:25 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29
Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34
Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59