Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 17:04 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, á blaðamannafundi í febrúar. AP/Seth Wenig Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. „Það er engin leið að ég segi af mér,“ sagði Cuomo við fréttamenn í gær. Hélt ríkisstjórinn því jafnvel fram að það væri „andlýðræðislegt“ að hann segði af sér embætti. Nokkrar konur hafa nú stigið fram og lýst því að Cuomo hafi áreitt þær kynferðislega, niðurlægt þær eða látið þeim líða óþægilega í gegnum tíðina. Dómsmálaráðherra New York rannsakar nú ásakanirnar. Ein þeirra, Charlotte Bennett, er 25 ára gömul fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo sem sjálfur er 63 ára gamall. Í viðtali við New York Times greindi hún frá því að Cuomo hefði spurt sig ágengra persónulegra spurning um kynlíf sitt, þar á meðal hvort hún sængaði hjá eldri karlmönnum og hvort henni fyndist aldursmunur skipta máli í samböndum. Atvikið átt sér stað síðasta vor þegar faraldurinn var í algleymingi í New York. Cuomo, sem er demókrati og er á þriðja kjörtímabili sem ríkisstjóri, átti fyrir í vök að verjast eftir uppljóstranir um að nánir ráðgjafar hans hafi látið breyta tölum um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í opinberri skýrslu. Áður hafði Cuomo verið talinn framarlega í baráttunni við kórónuveiruna og talinn líklegur forsetaframbjóðandi. Hneykslismálin hafa nú kostað Cuomo stuðning leiðtoga demókrata á ríkisþingi New York. Andrea Stewart-Cousins, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild ríkisþingsins, hvatti Cuomo til að segja af sér í gær. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildarinnar, gekk ekki svo langt en sagði að ríkisstjórinn þyrfti að íhuga vandlega hvort hann get mætt þörfum íbúa ríkisins. AP-fréttastofan segir að Cuomo hafi sagt Stewart-Cousins í símtali á laugardag að hann ætlaði sér ekki að hætta. Vilji demókratar hann úr embætti verði þeir að kæra hann fyrir embættisbrot og fjarlægja hann þannig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) MeToo Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
„Það er engin leið að ég segi af mér,“ sagði Cuomo við fréttamenn í gær. Hélt ríkisstjórinn því jafnvel fram að það væri „andlýðræðislegt“ að hann segði af sér embætti. Nokkrar konur hafa nú stigið fram og lýst því að Cuomo hafi áreitt þær kynferðislega, niðurlægt þær eða látið þeim líða óþægilega í gegnum tíðina. Dómsmálaráðherra New York rannsakar nú ásakanirnar. Ein þeirra, Charlotte Bennett, er 25 ára gömul fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo sem sjálfur er 63 ára gamall. Í viðtali við New York Times greindi hún frá því að Cuomo hefði spurt sig ágengra persónulegra spurning um kynlíf sitt, þar á meðal hvort hún sængaði hjá eldri karlmönnum og hvort henni fyndist aldursmunur skipta máli í samböndum. Atvikið átt sér stað síðasta vor þegar faraldurinn var í algleymingi í New York. Cuomo, sem er demókrati og er á þriðja kjörtímabili sem ríkisstjóri, átti fyrir í vök að verjast eftir uppljóstranir um að nánir ráðgjafar hans hafi látið breyta tölum um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í opinberri skýrslu. Áður hafði Cuomo verið talinn framarlega í baráttunni við kórónuveiruna og talinn líklegur forsetaframbjóðandi. Hneykslismálin hafa nú kostað Cuomo stuðning leiðtoga demókrata á ríkisþingi New York. Andrea Stewart-Cousins, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild ríkisþingsins, hvatti Cuomo til að segja af sér í gær. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildarinnar, gekk ekki svo langt en sagði að ríkisstjórinn þyrfti að íhuga vandlega hvort hann get mætt þörfum íbúa ríkisins. AP-fréttastofan segir að Cuomo hafi sagt Stewart-Cousins í símtali á laugardag að hann ætlaði sér ekki að hætta. Vilji demókratar hann úr embætti verði þeir að kæra hann fyrir embættisbrot og fjarlægja hann þannig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) MeToo Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56