Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 10:27 Fjölmargir nemendur í 8. bekk hafa undirbúið sig um helgina fyrir samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins sumum þeirra hefur tekist að opna prófið á netinu. Vísir/Vilhelm Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira