Búin að prjóna sjötíu lopapeysur á Flúðum í Covid Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 19:33 Hann Lára Bjarnadóttir á Flúðum við hluta af lopapeysunum, sem hún hefur prjónað í Covid, eða um 70 peysur frá því að Covid kom fyrst upp á Íslandi. Peysurnar selur hún heima hjá sér þeim, sem vilja kaupa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hanna Lára Bjarnadóttir á Flúðum hefur ekki látið sér leiðast í Covid því hún hefur prjónað sjötíu lopapeysur. Þá vekja púðarnir hennar sérstaka athygli en þá saumaði hún í rútu yfir Kjöl þegar hún var ráðskona. Hanna Lára býr fallegri íbúð á Flúðum þar sem hún lætur fara vel um sig en lengst af bjó hún sem bóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi með manni sínum, Lofti Þorsteinssyni en hann lést í september 2019. Eftir að kórónuveiran greindist á Íslandi fyrir um ári síðan lokaði Hanna Lára sig inni enda í áhættuhópi með sykursýki og krabbamein og fór að prjóna lopapeysur og eru þær nú orðnar um sjötíu talsins. Hún hefur líka prjónað mikið af barnapeysum, sokkum og húfum á þessu tímabili. „Já, ég leitaði í prjónana. Það er rosalega gott að hafa prjónana, fljótur að líða tíminn. Ég er talin vera rosalega snögg að prjóna, ég veit ekkert hvað það er, en ég er rosalega fljót að prjóna,“ segir Hanna Lára. Lopapeysurnar hjá Hönnu Láru eru mjög fallegar með allskonar munstri og í fjölbreyttum litum. Uppskriftirnar fær hún flestar um gömlum prjónablöðum og allt garnið kaupir hún í Hannyrðabúðinni á Selfossi því hún segist ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir garni. „Ég sit alltaf við, t.d. yfir sjónvarpinu á kvöldin, þá er ég alltaf með prjónana mína og líka oft á morgnanna. Svo fer ég kannski eitthvað út, kannski upp í fjárhús eða eitthvað um miðjan daginn. Annars er ég alltaf inni með prjónana og svona eitthvað að dunda mér.“ Hanna Lára segist vera dugleg að selja lopapeysurnar sínar og hún prjóni mikið eftir pöntunum. „Mér finnst voðalega gaman að prjóna og leika mér með liti,“ segir Hana Lára. Nokkrir fallegir púðar eru í stofunni hjá Hönnu Láru, sem hún saumaði en það gerði hún þegar hún var ráðskona hjá Guðmundi Jónassyni sumarið 2007 og ferðaðist í vinnuna í rútu yfir kjöl, þá var tíminn nýttur í púðasaum. Hanna Lára er aldrei aðgerðalaus. „Nei, helst ekki, ég get það ekki, ég á voðalega erfitt að vera og gera ekki neitt,“ segir hún og hlær. Hanna Lára er mjög snögg að prjóna en hún situr alltaf í þessum sófa fyrir framan sjónvarpið þegar hún mundar prjónana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hanna Lára býr fallegri íbúð á Flúðum þar sem hún lætur fara vel um sig en lengst af bjó hún sem bóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi með manni sínum, Lofti Þorsteinssyni en hann lést í september 2019. Eftir að kórónuveiran greindist á Íslandi fyrir um ári síðan lokaði Hanna Lára sig inni enda í áhættuhópi með sykursýki og krabbamein og fór að prjóna lopapeysur og eru þær nú orðnar um sjötíu talsins. Hún hefur líka prjónað mikið af barnapeysum, sokkum og húfum á þessu tímabili. „Já, ég leitaði í prjónana. Það er rosalega gott að hafa prjónana, fljótur að líða tíminn. Ég er talin vera rosalega snögg að prjóna, ég veit ekkert hvað það er, en ég er rosalega fljót að prjóna,“ segir Hanna Lára. Lopapeysurnar hjá Hönnu Láru eru mjög fallegar með allskonar munstri og í fjölbreyttum litum. Uppskriftirnar fær hún flestar um gömlum prjónablöðum og allt garnið kaupir hún í Hannyrðabúðinni á Selfossi því hún segist ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir garni. „Ég sit alltaf við, t.d. yfir sjónvarpinu á kvöldin, þá er ég alltaf með prjónana mína og líka oft á morgnanna. Svo fer ég kannski eitthvað út, kannski upp í fjárhús eða eitthvað um miðjan daginn. Annars er ég alltaf inni með prjónana og svona eitthvað að dunda mér.“ Hanna Lára segist vera dugleg að selja lopapeysurnar sínar og hún prjóni mikið eftir pöntunum. „Mér finnst voðalega gaman að prjóna og leika mér með liti,“ segir Hana Lára. Nokkrir fallegir púðar eru í stofunni hjá Hönnu Láru, sem hún saumaði en það gerði hún þegar hún var ráðskona hjá Guðmundi Jónassyni sumarið 2007 og ferðaðist í vinnuna í rútu yfir kjöl, þá var tíminn nýttur í púðasaum. Hanna Lára er aldrei aðgerðalaus. „Nei, helst ekki, ég get það ekki, ég á voðalega erfitt að vera og gera ekki neitt,“ segir hún og hlær. Hanna Lára er mjög snögg að prjóna en hún situr alltaf í þessum sófa fyrir framan sjónvarpið þegar hún mundar prjónana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira