Syngjandi leigubílstjóri í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 07:14 Jón Taxi eins og hann er alltaf kallaður við nýja bílinn sinn, sem er númer þrettán af þeim Land Cruiserum, sem hann hefur keypt hjá Toyota á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Leigubílstjóri í Rangárvallasýslu segir rólegt í akstri á tímum Covid, það sé helst um helgar, sem nokkrir túrar komi. Bílstjórinn er duglegur að syngja fyrir farþega sína og hann var að kaupa sinn þrettánda Land Cruiser leigubílinn sinn. Jón Pálsson er annar af tveimur leigubílstjórum í Rangárvallasýslu. Hann hefur keyrt leigubíl í 14 ár og segist vera í draumastarfinu enda mikill bíladellukarl og hefur gaman að samskiptum við fólk. Hann passar alltaf að hafa bílinn hreinan og snyrtilegan og hann er sérstaklega hrifin af rauðum bílum. „Ég er búin að eiga þrjá svona rauða, mér líkar vel við þennan lit, hann sést vel og svo set ég crom á hann og þá kemur hann fínt út. Konurnar eru hrifnar af svona rauðum bílum, það má ekki gleyma konunum,“ segir Jón og hlær. En hvernig er staðan hjá Jóni, er eitthvað að gera í leigubílaakstri á heimsfaraldri? „Það er mjög dapurt, það er eiginlega ekkert að gera, nokkrir túrar um helgar en ég er bjartsýnn á framhaldið, þetta lagast þegar líður á sumarið.“ Jón sem varð 70 ára á dögunum gaf sér nýjan Land Cruiser í afmælisgjöf, sem hann keypti hjá Toyota á Selfossi en þetta er þrettándi Land Cruiserinn, sem hann kaupir þar, þann fyrsta keypti hann 2001. Jón fer víða um á leigubílnum sínum og brestur í söng fyrir farþega sína þegar það liggur þannig á honum. „Jón er einn af þessum topp kúnnum hjá okkur, búin að versla marga bíla, þrettán stykki ef ég man rétt. Ég held ég geti sagt að hann sé með smá bíladellu., hann vill hafa bílana fallega og góða,“ segir Haukur Baldvinsson hjá Toyota á Selfossi. Jón gerir allt til að gleðja farþega sína og ef það liggur sérstaklega vel á honum þá syngur hann undir stýri við góðar undirtektir. Jón fékk að sjálfsögðu blómvönd þegar hann fékk nýja bílinn afhentan á dögunum.Aðsend Rangárþing ytra Rangárþing eystra Bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Jón Pálsson er annar af tveimur leigubílstjórum í Rangárvallasýslu. Hann hefur keyrt leigubíl í 14 ár og segist vera í draumastarfinu enda mikill bíladellukarl og hefur gaman að samskiptum við fólk. Hann passar alltaf að hafa bílinn hreinan og snyrtilegan og hann er sérstaklega hrifin af rauðum bílum. „Ég er búin að eiga þrjá svona rauða, mér líkar vel við þennan lit, hann sést vel og svo set ég crom á hann og þá kemur hann fínt út. Konurnar eru hrifnar af svona rauðum bílum, það má ekki gleyma konunum,“ segir Jón og hlær. En hvernig er staðan hjá Jóni, er eitthvað að gera í leigubílaakstri á heimsfaraldri? „Það er mjög dapurt, það er eiginlega ekkert að gera, nokkrir túrar um helgar en ég er bjartsýnn á framhaldið, þetta lagast þegar líður á sumarið.“ Jón sem varð 70 ára á dögunum gaf sér nýjan Land Cruiser í afmælisgjöf, sem hann keypti hjá Toyota á Selfossi en þetta er þrettándi Land Cruiserinn, sem hann kaupir þar, þann fyrsta keypti hann 2001. Jón fer víða um á leigubílnum sínum og brestur í söng fyrir farþega sína þegar það liggur þannig á honum. „Jón er einn af þessum topp kúnnum hjá okkur, búin að versla marga bíla, þrettán stykki ef ég man rétt. Ég held ég geti sagt að hann sé með smá bíladellu., hann vill hafa bílana fallega og góða,“ segir Haukur Baldvinsson hjá Toyota á Selfossi. Jón gerir allt til að gleðja farþega sína og ef það liggur sérstaklega vel á honum þá syngur hann undir stýri við góðar undirtektir. Jón fékk að sjálfsögðu blómvönd þegar hann fékk nýja bílinn afhentan á dögunum.Aðsend
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira