Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 23:39 Hjólför eftir Perseverance í sandinum á Mars 4. mars 2021. NASA/JPL-Caltech/AP Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. Tvær vikur eru liðnar frá því að Perseverance lenti heilu og höldnu í Jezero-gígnum nærri miðbaugi Mars. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að ummerkjum um lífverur sem kunna að hafa þrifist á Mars þegar þar var lífvænlegra í fyrndinni. Jeppinn fór ekki langt í, aðeins um sex og hálfan metra í heildina. Hann ók áfram, sneri sér við á staðnum 150 gráður og bakkað svo aðeins. Ökuferðin tók alls um 33 mínútur, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður segja leiðangursstjórarnir um að merkan áfanga sé að ræða. Könnun Mars sé nú formlega hafin. „Maður getur séð hjólförin sem við höfum skilið eftir okkur á Mars. Ég held að ég hafi aldrei verið svo glaður að sjá hjólför,“ segir Anais Zarifian, verkfræðingur við Perseverance-leiðangurinn. Enn er verið að skoða hvaða leið jeppanum verður ekið til að koma að jarðmyndunum sem vísindamennirnir hafa áhuga á að kanna nánar. Þeir vonast til þess að finna jarðlög sem gætu haft að geyma leifar af lífverum. Næsta stóra verkefni Perseverance er þó að senda á loft litla þyrlu sem á verða fyrsta vélmennið til þess að fljúga á öðrum hnetti í sólkerfinu. Jeppanum verður ekið að hentugu svæði næstu vikurnar áður en þyrlan Ingenuity hefur sig á loft í fyrsta skipti. Áætlað er að Perseverance aki um fimmtán kílómetra næsta Marsárið sem er um það tvö tvö jarðár. Jeppinn er sá hraðskreiðasta sem sendur hefur verið til Mars, fyrst og fremst vegna framfara sem hafa orðið í sjálfstýringu frá því að sá síðasta var hannaður og lent á reikistjörnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Tvær vikur eru liðnar frá því að Perseverance lenti heilu og höldnu í Jezero-gígnum nærri miðbaugi Mars. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að ummerkjum um lífverur sem kunna að hafa þrifist á Mars þegar þar var lífvænlegra í fyrndinni. Jeppinn fór ekki langt í, aðeins um sex og hálfan metra í heildina. Hann ók áfram, sneri sér við á staðnum 150 gráður og bakkað svo aðeins. Ökuferðin tók alls um 33 mínútur, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður segja leiðangursstjórarnir um að merkan áfanga sé að ræða. Könnun Mars sé nú formlega hafin. „Maður getur séð hjólförin sem við höfum skilið eftir okkur á Mars. Ég held að ég hafi aldrei verið svo glaður að sjá hjólför,“ segir Anais Zarifian, verkfræðingur við Perseverance-leiðangurinn. Enn er verið að skoða hvaða leið jeppanum verður ekið til að koma að jarðmyndunum sem vísindamennirnir hafa áhuga á að kanna nánar. Þeir vonast til þess að finna jarðlög sem gætu haft að geyma leifar af lífverum. Næsta stóra verkefni Perseverance er þó að senda á loft litla þyrlu sem á verða fyrsta vélmennið til þess að fljúga á öðrum hnetti í sólkerfinu. Jeppanum verður ekið að hentugu svæði næstu vikurnar áður en þyrlan Ingenuity hefur sig á loft í fyrsta skipti. Áætlað er að Perseverance aki um fimmtán kílómetra næsta Marsárið sem er um það tvö tvö jarðár. Jeppinn er sá hraðskreiðasta sem sendur hefur verið til Mars, fyrst og fremst vegna framfara sem hafa orðið í sjálfstýringu frá því að sá síðasta var hannaður og lent á reikistjörnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03