Vantar meiri þekkingu á milli manna og ekki hægt að bíða mikið lengur Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 22:52 Finnur Freyr Stefánsson er með lið Vals utan úrslitakeppni eins og er, í 9. sæti. „Blóðþrýstingurinn er alltaf hár í þessu sporti, sérstaklega eins og deildin er núna og hvernig allt tímabilið er búið að vera,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem er með liðið utan úrslitakeppni og í afar erfiðri leikjatörn. Valur tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld eftir að hafa verið ellefu stigum yfir í hálfleik. „Við þurfum bara að eiga við þetta verkefni. Núna er þessi leikur búinn, við vissum að Stjarnan er eitt besta ef ekki besta liðið á landinu, og að erfitt yrði að sækja hingað sigur. Við gerðum margt gott og tökum það með okkur en svo er fókusinn bara á ÍR,“ sagði Finnur eftir leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá Valsmönnum en þeir náðu ekki að fylgja honum eftir: „Mér fannst við missa þá upp í þennan hraða leik sem þeir vildu spila á stórum köflum í seinni hálfleiknum. Þeir náðu upp stemningu með fjórum þristum snemma í þriðja leikhlutanum og náðu að komast á eitthvað flug. Á sama tíma þurftum við að fara að hafa meira fyrir öllum hlutum. Svo kemur bara í ljós hversu vel þjálfað og æft þetta Stjörnulið er. Við fengum augnablik en það komu auðveldar körfur frá þeim inni á milli sem drápu þetta,“ sagði Finnur. „Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni“ „Leikirnir eru upp og niður. Það skipti ekki öllu máli hvort við vorum fimm stigum undir eða tíu stigum yfir í hálfleik, við vildum bara halda áfram að reyna að gera það sama. Það var smáskellur að fá þristana beint í andlitið í byrjun þriðja leikhluta en leikurinn var samt í fínu jafnvægi í leikhlutaskiptunum. Svo misstum við þetta aðeins frá okkur og þetta var erfitt því þeir skutu boltanum vel í seinni hálfleik. Það verður að hrósa þeim fyrir að gera margt vel á löngum köflum. Þegar mest á reyndi þá vantaði hjá okkur að vera með það enn betur á hreinu hvað við vildum gera og hvert við vildum sækja. Það vantaði meiri reynslu og þekkingu á milli manna en vesenið er að það er ekki hægt að bíða mikið lengur eftir því,“ sagði Finnur sem nýverið bætti Hjálmari Stefánssyni og Jordan Roland í sinn hóp. Eflaust eru ýmsir þeirrar skoðunar að leikmannahópur Vals sé allt of góður til að komast ekki einu sinni í átta liða úrslitakeppnina. Hvernig finnst Finni að eiga við það? „Þessi mannskapur á blaði er eins og hann er. Það er oft þannig að menn telja þá sem hafa afrekað eitthvað áður ofar en til dæmis erlendu leikmennina, sem eru margir og góðir í deildinni núna. Það skekkir myndina líka. Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni.“ Dominos-deild karla Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Við þurfum bara að eiga við þetta verkefni. Núna er þessi leikur búinn, við vissum að Stjarnan er eitt besta ef ekki besta liðið á landinu, og að erfitt yrði að sækja hingað sigur. Við gerðum margt gott og tökum það með okkur en svo er fókusinn bara á ÍR,“ sagði Finnur eftir leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá Valsmönnum en þeir náðu ekki að fylgja honum eftir: „Mér fannst við missa þá upp í þennan hraða leik sem þeir vildu spila á stórum köflum í seinni hálfleiknum. Þeir náðu upp stemningu með fjórum þristum snemma í þriðja leikhlutanum og náðu að komast á eitthvað flug. Á sama tíma þurftum við að fara að hafa meira fyrir öllum hlutum. Svo kemur bara í ljós hversu vel þjálfað og æft þetta Stjörnulið er. Við fengum augnablik en það komu auðveldar körfur frá þeim inni á milli sem drápu þetta,“ sagði Finnur. „Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni“ „Leikirnir eru upp og niður. Það skipti ekki öllu máli hvort við vorum fimm stigum undir eða tíu stigum yfir í hálfleik, við vildum bara halda áfram að reyna að gera það sama. Það var smáskellur að fá þristana beint í andlitið í byrjun þriðja leikhluta en leikurinn var samt í fínu jafnvægi í leikhlutaskiptunum. Svo misstum við þetta aðeins frá okkur og þetta var erfitt því þeir skutu boltanum vel í seinni hálfleik. Það verður að hrósa þeim fyrir að gera margt vel á löngum köflum. Þegar mest á reyndi þá vantaði hjá okkur að vera með það enn betur á hreinu hvað við vildum gera og hvert við vildum sækja. Það vantaði meiri reynslu og þekkingu á milli manna en vesenið er að það er ekki hægt að bíða mikið lengur eftir því,“ sagði Finnur sem nýverið bætti Hjálmari Stefánssyni og Jordan Roland í sinn hóp. Eflaust eru ýmsir þeirrar skoðunar að leikmannahópur Vals sé allt of góður til að komast ekki einu sinni í átta liða úrslitakeppnina. Hvernig finnst Finni að eiga við það? „Þessi mannskapur á blaði er eins og hann er. Það er oft þannig að menn telja þá sem hafa afrekað eitthvað áður ofar en til dæmis erlendu leikmennina, sem eru margir og góðir í deildinni núna. Það skekkir myndina líka. Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni.“
Dominos-deild karla Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins