Tilkynnti sex ára son sinn týndan en reyndist hafa ekið yfir hann Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2021 10:04 Brittany Gosner, James Hamilton og James Hutchinson. Lögreglan í Middletown Ohio Brittany Gosner og kærasti hennar gengu inn í lögreglustöð í Middletown í Ohio í Bandaríkjunum um helgina og tilkynntu að sex ára gamall sonur hennar, James Hutchinson, væri týndur. Einungis degi seinna kom í ljós að þau voru að ljúga. Gosney hafði ekið yfir son sinn í almenningsgarði nokkrum dögum áður, þegar hún reyndi að yfirgefa hann þar, og köstuðu hún og kærastinn, James Hamilton, líki drengsins í Ohio-ána. Bæði hafa verið handtekin og ákærð og hefur Gosner játað að hafa banað syni sínum, samkvæmt frétt Washington Post. Lögregluþjóna grunaði strax á sunnudaginn að Gosner og Hamilton væru ekki að segja sannleikann. Þau sögðu að barnið hefði týnst kvöldið áður og þótti ótrúverðugt að þau hefðu ekki leitað strax til lögreglunnar. We have a missing 6 year old named James. He is was last seen in the area of Crawford St. He is a white male, 3 tall, 42 lbs. He has dark blond/reddish hair and blue eyes. He was last seen wearing a red shirt with blue and red Batman pajama pants. If you see him, call 911. pic.twitter.com/mjlB0kYPpa— Middletown Division of Police (@MPDOhio) February 28, 2021 Héraðsmiðillinn WKRC segir að í gögnum lögreglu komi fram að Hamilton hafi þrýst á Gosner að hún losaði sig við þrjú börn sín. Þess vegna hafi hún farið með börnin þrjú í bíl sínum í afskekktan almenningsgarð. Þar fékk hún börnin út úr bílnum og ætlaði að skilja þau eftir. Þegar hún keyrði á brott, reyndi sonur hennar að komast aftur í bílinn og keyrði hún yfir hann. Hún sneri aftur hálftíma síðar og kom að James dánum. Þá mun hún hafa keyrt hann aftur heim til sín og degi seinna fóru hún og Hamilton að Ohioánnig og hentu líki James útí. Lík drengsins hefur ekki fundist enn. ***PRESS RELEASE*** pic.twitter.com/4MaMj9Zxo2— Middletown Division of Police (@MPDOhio) March 1, 2021 Gosney átti fjögur börn og hafði eitt verið tekið af henni. Hin tvö eru nú einnig hjá barnaverndaryfirvöldum. Lewis Hutchinson, faðir James, segist ekki skilja af hverju Gosney lét hann ekki fá son þeirra, í stað þess að myrða hann. „Ég skil ekki hvað fær einhvern til að verða svona skrímsli,“ sagði hann við WKRC. Héraðsmiðilinn segir íbúa Middletown, sem eru um 45 þúsund talsins, vera slegna yfir málinu. Meðal annars skilji íbúar ekki hvernig eitthvað svona geti gerst og foreldrar eiga í vandræðum með að útskýra málið fyrir börnum sínum. Middletown community celebrating life of James Hutchinson. #MiddieRising pic.twitter.com/Jjmxpk2KhP— City of Middletown (@CityMiddletown) March 2, 2021 Bandaríkin Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Gosney hafði ekið yfir son sinn í almenningsgarði nokkrum dögum áður, þegar hún reyndi að yfirgefa hann þar, og köstuðu hún og kærastinn, James Hamilton, líki drengsins í Ohio-ána. Bæði hafa verið handtekin og ákærð og hefur Gosner játað að hafa banað syni sínum, samkvæmt frétt Washington Post. Lögregluþjóna grunaði strax á sunnudaginn að Gosner og Hamilton væru ekki að segja sannleikann. Þau sögðu að barnið hefði týnst kvöldið áður og þótti ótrúverðugt að þau hefðu ekki leitað strax til lögreglunnar. We have a missing 6 year old named James. He is was last seen in the area of Crawford St. He is a white male, 3 tall, 42 lbs. He has dark blond/reddish hair and blue eyes. He was last seen wearing a red shirt with blue and red Batman pajama pants. If you see him, call 911. pic.twitter.com/mjlB0kYPpa— Middletown Division of Police (@MPDOhio) February 28, 2021 Héraðsmiðillinn WKRC segir að í gögnum lögreglu komi fram að Hamilton hafi þrýst á Gosner að hún losaði sig við þrjú börn sín. Þess vegna hafi hún farið með börnin þrjú í bíl sínum í afskekktan almenningsgarð. Þar fékk hún börnin út úr bílnum og ætlaði að skilja þau eftir. Þegar hún keyrði á brott, reyndi sonur hennar að komast aftur í bílinn og keyrði hún yfir hann. Hún sneri aftur hálftíma síðar og kom að James dánum. Þá mun hún hafa keyrt hann aftur heim til sín og degi seinna fóru hún og Hamilton að Ohioánnig og hentu líki James útí. Lík drengsins hefur ekki fundist enn. ***PRESS RELEASE*** pic.twitter.com/4MaMj9Zxo2— Middletown Division of Police (@MPDOhio) March 1, 2021 Gosney átti fjögur börn og hafði eitt verið tekið af henni. Hin tvö eru nú einnig hjá barnaverndaryfirvöldum. Lewis Hutchinson, faðir James, segist ekki skilja af hverju Gosney lét hann ekki fá son þeirra, í stað þess að myrða hann. „Ég skil ekki hvað fær einhvern til að verða svona skrímsli,“ sagði hann við WKRC. Héraðsmiðilinn segir íbúa Middletown, sem eru um 45 þúsund talsins, vera slegna yfir málinu. Meðal annars skilji íbúar ekki hvernig eitthvað svona geti gerst og foreldrar eiga í vandræðum með að útskýra málið fyrir börnum sínum. Middletown community celebrating life of James Hutchinson. #MiddieRising pic.twitter.com/Jjmxpk2KhP— City of Middletown (@CityMiddletown) March 2, 2021
Bandaríkin Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira