Mikilvægi menntastefnu á breyttum vinnumarkaði Sigmundur Halldórsson skrifar 3. mars 2021 09:01 VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun