Valdefling raddarinnar Birna Varðardóttir skrifar 6. mars 2021 08:00 Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun