„Þeim leið illa í 60 mínútur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. mars 2021 20:02 Arnar Daði var vonsvikinn eftir leikinn í kvöld Vísir/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var að vonum svekktum með frammstöðu sinna manna eftir tap á móti Haukum í kvöld. Lokatölur leiksins 27-15. „Þetta eru vonbrigði og við vorum skömmustulegir. Þetta var ekki falleg sjón að horfa á og upplifa. Haukarnir voru frábærir og komu sterkir til baka eftir erfiða leiki undanfarið, þeir drógu úr okkur vígtennurnar þegar þeir fóru að spila 7 á 6 og það er eins og menn hafi fengið sjokk þegar þeir lentu í því,“ sagði Arnar Daði í leikslok. Leikurinn byrjaði jafn og var lítið skorað á fyrstu mínútunum en Haukar settu í 5. gír og eftir um 10 mínútur var þetta eltingaleikur það sem eftir lifði leiks. Grótta vann Selfoss í síðasta leik og fyrir þennan leik var Arnar spurður hvort hann ætlaði að fara að ráðum Basta, varðandi að sama taktík virkar á Hauka og Selfoss. „Haukarnir voru í 7 á 6 allan tímann. Við reyndum bæði 6-0 og 5-1. Sú taktík hefði ekkert verið skárri. Þetta er bara erfitt að spila á móti Haukum, sem eru í 7 á 6 og svo var ekki mikið að detta hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft við skorum 15 mörk. Við vörðumst og reyndum okkar besta en það var langt því frá að vera nóg í dag.“ Í fyrri hálfleik kom kafli þar sem Grótta skoraði ekki í 10 mínútur og virtust þeir ekki sjá til sólar. „Áræðni er ágætis lýsingarorð sem við erum að nota á strákana. Þessi leikur minnti á einn gamlan leik þar sem við skorum bara 17 mörk. Ég var búin að tala við strákana fyrir leik og vildi meina að þeim ætti að líða vel eftir að hafa unnið Fram og Selfoss í síðastu leikjum en þetta snérist að þeim ætti ekki að líða alltof vel. Það var ekki að sjá að þeim leið vel. Þeim leið illa í 60 mínútur.“ Grótta sækir Stjörnuna heim í næstu umferð og verður það krefjandi leikur þar sem Patrekur, þjálfari Stjörnunar hefur einnig verið að vinna með 7 á 6. „Bidd þú fyrir þér, Stjarnan var í 6 á 7 á móti Selfoss, Patti horfir á þennan leik og hugsar ,,djöfulsins veisla sem þetta verður á föstudaginn“ þannig ég þarf aldeilsi að fara yfir það hvernig við ætlum að spila vörn á móti 7 á 6, því eftir þetta hlítur Patti að fara fá veislu á föstudaginn,“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Grótta Haukar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
„Þetta eru vonbrigði og við vorum skömmustulegir. Þetta var ekki falleg sjón að horfa á og upplifa. Haukarnir voru frábærir og komu sterkir til baka eftir erfiða leiki undanfarið, þeir drógu úr okkur vígtennurnar þegar þeir fóru að spila 7 á 6 og það er eins og menn hafi fengið sjokk þegar þeir lentu í því,“ sagði Arnar Daði í leikslok. Leikurinn byrjaði jafn og var lítið skorað á fyrstu mínútunum en Haukar settu í 5. gír og eftir um 10 mínútur var þetta eltingaleikur það sem eftir lifði leiks. Grótta vann Selfoss í síðasta leik og fyrir þennan leik var Arnar spurður hvort hann ætlaði að fara að ráðum Basta, varðandi að sama taktík virkar á Hauka og Selfoss. „Haukarnir voru í 7 á 6 allan tímann. Við reyndum bæði 6-0 og 5-1. Sú taktík hefði ekkert verið skárri. Þetta er bara erfitt að spila á móti Haukum, sem eru í 7 á 6 og svo var ekki mikið að detta hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft við skorum 15 mörk. Við vörðumst og reyndum okkar besta en það var langt því frá að vera nóg í dag.“ Í fyrri hálfleik kom kafli þar sem Grótta skoraði ekki í 10 mínútur og virtust þeir ekki sjá til sólar. „Áræðni er ágætis lýsingarorð sem við erum að nota á strákana. Þessi leikur minnti á einn gamlan leik þar sem við skorum bara 17 mörk. Ég var búin að tala við strákana fyrir leik og vildi meina að þeim ætti að líða vel eftir að hafa unnið Fram og Selfoss í síðastu leikjum en þetta snérist að þeim ætti ekki að líða alltof vel. Það var ekki að sjá að þeim leið vel. Þeim leið illa í 60 mínútur.“ Grótta sækir Stjörnuna heim í næstu umferð og verður það krefjandi leikur þar sem Patrekur, þjálfari Stjörnunar hefur einnig verið að vinna með 7 á 6. „Bidd þú fyrir þér, Stjarnan var í 6 á 7 á móti Selfoss, Patti horfir á þennan leik og hugsar ,,djöfulsins veisla sem þetta verður á föstudaginn“ þannig ég þarf aldeilsi að fara yfir það hvernig við ætlum að spila vörn á móti 7 á 6, því eftir þetta hlítur Patti að fara fá veislu á föstudaginn,“ sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Grótta Haukar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira