Hafnar öllum ásökunum um misgjörðir á K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2021 17:07 Mingma Gyalje leiddi hópinn sem komst á tind K2 í janúar, fyrstur allra að vetrarlagi. Facebook/Mingma G Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje, sem ásamt hópi samlanda sinna náði fyrstur á tind K2 að vetrarlagi í janúar, fann sig í gær knúinn til að svara ásökunum gegn hópnum um ýmislegt misjafnt á leið á toppinn. Hann þvertekur meðal annars fyrir að hópurinn hafi skorið á klifurlínur í grennd við tindinn, sem fjallagarpar nota sér til aðstoðar á klifri sínu. Mingma segir ásakanirnar flestar úr herbúðum göngumanna sem hugðust klífa K2 nú í vetur en ekki haft erindi sem erfiði. Áður hafði pakistanski fjallagarpurinn Nazir Sabir, sem klifið hefur bæði Everest og K2, sakað nepalska hópinn um að hafa skorið á línur í svokölluðum flöskuhálsi K2, og þannig mögulega stuðlað að því að John Snorri Sigurjónsson og félagar hans lentu í ógöngum við tindinn. Þeirra hefur nú verið saknað í tæpan mánuð á fjallinu og eru allir taldir af. Nazir Sabir opened pandora box about Nepali Sherpas and local journalists. Normally Expd shares rope usage, n Nepalis used ropes fixed by Ali upto C-2, in return they should have closed their ropes from bottleneck. Who is responsible ?! @EverestToday @EliaSaikaly @nimsdai pic.twitter.com/y5CFOowZvh— TheNortherner (@TheNortherner12) February 12, 2021 Mingma hefur áður tjáð sig um ásakanirnar en svarar aftur fyrir þær í ítarlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Það er sorglegt og á sama tíma fyndið að sjá viðbrögð sumra göngumanna sem eru nýkomnir heim, án þess að hafa tekist ætlunarverk sitt,“ segir Mingma í færslu sinni. Hann telur gagnrýni göngumannanna byggða á öfundsýki. „Þeir skella skuldinni á nepalska hópinn og segja að nepalskir sjerpar gætu hafa skorið á línur eftir að þeir komust á tindinn, ekki veitt réttar upplýsingar og haldið áætlun sinni leyndri.“ The SAVAGE MOUNTAIN CONTINUES..... ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ It is sad and at the same time funny to see the...Posted by Mingma G on Sunnudagur, 28. febrúar 2021 Þá segir Mingma að hann og hópur hans séu þakklátir Ali Sadpara, John Snorra og Sajid Sadpara fyrir að hafa lagt línur upp að Búðum 1 í fjallinu. Mingma og félagar hafi svo lagt línur þaðan og upp að tindinum. Göngumenn sem blammeri þá nú með ásökunum hafi sjálfir notast við þessar línur. „Hvernig getur nokkur maður haldið að Nepalar myndu skera á línur, vitandi að okkar fólk væri á leið upp aftur. […] Við náðum tindinum klukkan nákvæmlega 4:43 síðdegis og snerum svo við, fullkomlega uppgefnir. Mistök hefðu getað kostað okkur lífið. Það kólnaði og kólnaði og við vorum að reyna að komast niður eins hratt og við gátum vegna þess að vindkælingin færðist í aukana. Við slíkar aðstæður, hvernig ætti göngumaður að geta skorið á línu?“ segir Mingma. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum. 27. febrúar 2021 22:01 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Mingma segir ásakanirnar flestar úr herbúðum göngumanna sem hugðust klífa K2 nú í vetur en ekki haft erindi sem erfiði. Áður hafði pakistanski fjallagarpurinn Nazir Sabir, sem klifið hefur bæði Everest og K2, sakað nepalska hópinn um að hafa skorið á línur í svokölluðum flöskuhálsi K2, og þannig mögulega stuðlað að því að John Snorri Sigurjónsson og félagar hans lentu í ógöngum við tindinn. Þeirra hefur nú verið saknað í tæpan mánuð á fjallinu og eru allir taldir af. Nazir Sabir opened pandora box about Nepali Sherpas and local journalists. Normally Expd shares rope usage, n Nepalis used ropes fixed by Ali upto C-2, in return they should have closed their ropes from bottleneck. Who is responsible ?! @EverestToday @EliaSaikaly @nimsdai pic.twitter.com/y5CFOowZvh— TheNortherner (@TheNortherner12) February 12, 2021 Mingma hefur áður tjáð sig um ásakanirnar en svarar aftur fyrir þær í ítarlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Það er sorglegt og á sama tíma fyndið að sjá viðbrögð sumra göngumanna sem eru nýkomnir heim, án þess að hafa tekist ætlunarverk sitt,“ segir Mingma í færslu sinni. Hann telur gagnrýni göngumannanna byggða á öfundsýki. „Þeir skella skuldinni á nepalska hópinn og segja að nepalskir sjerpar gætu hafa skorið á línur eftir að þeir komust á tindinn, ekki veitt réttar upplýsingar og haldið áætlun sinni leyndri.“ The SAVAGE MOUNTAIN CONTINUES..... ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ It is sad and at the same time funny to see the...Posted by Mingma G on Sunnudagur, 28. febrúar 2021 Þá segir Mingma að hann og hópur hans séu þakklátir Ali Sadpara, John Snorra og Sajid Sadpara fyrir að hafa lagt línur upp að Búðum 1 í fjallinu. Mingma og félagar hafi svo lagt línur þaðan og upp að tindinum. Göngumenn sem blammeri þá nú með ásökunum hafi sjálfir notast við þessar línur. „Hvernig getur nokkur maður haldið að Nepalar myndu skera á línur, vitandi að okkar fólk væri á leið upp aftur. […] Við náðum tindinum klukkan nákvæmlega 4:43 síðdegis og snerum svo við, fullkomlega uppgefnir. Mistök hefðu getað kostað okkur lífið. Það kólnaði og kólnaði og við vorum að reyna að komast niður eins hratt og við gátum vegna þess að vindkælingin færðist í aukana. Við slíkar aðstæður, hvernig ætti göngumaður að geta skorið á línu?“ segir Mingma.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum. 27. febrúar 2021 22:01 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum. 27. febrúar 2021 22:01
Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48
Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59