Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2021 11:09 Þessi mynd var tekin af sprungunni í norðanverðri Brunt-íshellunni úr flugvél í janúar. BAS/AP Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. Breska Suðurskautslandskönnunin (BAS) sem rekur Halley-athuganastöðina á Brunt-íshellunni sem liggur yfir Weddel-hafi við Austur-Suðurskautslandið segir að sprungan í um það bil 150 metra þykkri hellunni hafi víkkað um fleiri hundruð metra á örfáum klukkustundum á föstudagsmorgun, 26. febrúar. Jakinn hafi á endanum brotnað alveg frá íshellunni. Ísjakinn er talinn um 1.270 ferkílómetrar að flatarmáli, nokkuð stærri en höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. AP-fréttastofan segir að sprungan í Brent-íshellunni hafi lengst um allt að kílómetra á dag í janúar. Talað er um að jökull kelfi þegar hann brotnar út í sjó eða lón. Skýringarmynd af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu. Norðvesturhluti hellunnar brotnaði af 26. febrúar 2021.BAS Fyrstu vísbendingarnar um að meiriháttar kelfing væri í uppsiglingu í Brunt-íshellunni komu fram í nóvember. Þá myndaðist ný sprunga í norðanverðri íshellunni sem stefndi að annarri stærri sprungu sem var fyrir við Stancomb-Wills-jökulinn. BAS segir að nýi borgarísjakinn sé ekki talinn ógna Halley-athuganastöðinni. Tólf starfsmenn hennar hafi yfirgefið stöðina um miðjan febrúar en henni hefur nú verið lokað fyrir suðurhvelsveturinn. Sjá einnig: Kortleggja sprungur sem ógna rannsóknastöð á Suðurskautslandinu Hilmar Guðmundsson, jöklafræðingur við Northumbria-háskóla á Bretlandi, sagði Vísi að ísjaki sem brotnaði af Brunt kæmi til með að reka hægt í vesturátt en að hann gæti verið á svæðinu í fleiri ár í apríl árið 2019. „Á endanum kemur hann til með að brotna upp og bráðna en það gæti tekið töluverðan tíma,“ sagði Hilmar sem hefur unnið reiknilíkön um sprungumyndun og kelfingu úr Brunt-íshellunni. Skammt er síðan annar tröllaukinn ísjaki sem brotnaði frá Larsen C-íshellunni árið 2017 stefndi að landi á Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlantshafinu. Sá jaki var margfalt stærri en sá sem brotnaði af Brunt-hellunni nú, um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Betur fór þó en á horfðist því ísjakann rak fram hjá eyjunni og brotnaði hann upp í smærri hluta. Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Breska Suðurskautslandskönnunin (BAS) sem rekur Halley-athuganastöðina á Brunt-íshellunni sem liggur yfir Weddel-hafi við Austur-Suðurskautslandið segir að sprungan í um það bil 150 metra þykkri hellunni hafi víkkað um fleiri hundruð metra á örfáum klukkustundum á föstudagsmorgun, 26. febrúar. Jakinn hafi á endanum brotnað alveg frá íshellunni. Ísjakinn er talinn um 1.270 ferkílómetrar að flatarmáli, nokkuð stærri en höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. AP-fréttastofan segir að sprungan í Brent-íshellunni hafi lengst um allt að kílómetra á dag í janúar. Talað er um að jökull kelfi þegar hann brotnar út í sjó eða lón. Skýringarmynd af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu. Norðvesturhluti hellunnar brotnaði af 26. febrúar 2021.BAS Fyrstu vísbendingarnar um að meiriháttar kelfing væri í uppsiglingu í Brunt-íshellunni komu fram í nóvember. Þá myndaðist ný sprunga í norðanverðri íshellunni sem stefndi að annarri stærri sprungu sem var fyrir við Stancomb-Wills-jökulinn. BAS segir að nýi borgarísjakinn sé ekki talinn ógna Halley-athuganastöðinni. Tólf starfsmenn hennar hafi yfirgefið stöðina um miðjan febrúar en henni hefur nú verið lokað fyrir suðurhvelsveturinn. Sjá einnig: Kortleggja sprungur sem ógna rannsóknastöð á Suðurskautslandinu Hilmar Guðmundsson, jöklafræðingur við Northumbria-háskóla á Bretlandi, sagði Vísi að ísjaki sem brotnaði af Brunt kæmi til með að reka hægt í vesturátt en að hann gæti verið á svæðinu í fleiri ár í apríl árið 2019. „Á endanum kemur hann til með að brotna upp og bráðna en það gæti tekið töluverðan tíma,“ sagði Hilmar sem hefur unnið reiknilíkön um sprungumyndun og kelfingu úr Brunt-íshellunni. Skammt er síðan annar tröllaukinn ísjaki sem brotnaði frá Larsen C-íshellunni árið 2017 stefndi að landi á Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlantshafinu. Sá jaki var margfalt stærri en sá sem brotnaði af Brunt-hellunni nú, um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Betur fór þó en á horfðist því ísjakann rak fram hjá eyjunni og brotnaði hann upp í smærri hluta.
Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00