Rektor MH: „Auðvitað er manni brugðið að fá svona tölvupóst“ Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2021 10:14 Steinn Jóhannsson er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. „Auðvitað er manni brugðið að sjá svona tölvupóst,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um sprengjuhótunina sem send var á skólann í nótt. Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann í morgun vegna málsins, en nú hefur verið greint frá því að sambærilegar hótanir hafi verið sendar á þrjár stofnanir til viðbótar í nótt og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum. Steinn segir að hótunin hafi borist á netfang skólans. „Tölvupósturinn var á ensku og þar var sagt að það væri sprengja í skólanum sem myndi springa í dag. Við vöknum greinilega snemma í MH, því ég fæ póstinn frá skrifstofunni rétt fyrir sjö, er svo sestur við mitt skrifborð um 7:20. Við vorum þrír starfsmenn í húsi svo við þurfum ekkert að rýma skólann. Við lokum skólanum strax og á meðan verið er að loka skólanum þá er haft samband við lögreglu sem er mætt um tíu mínútum síðar. Þeir voru bara komnir á staðinn um hálf átta. Þetta gekk mjög vel og lán að við skyldum geta brugðist við áður en einhver var kominn í bygginguna.“ Þekkir ekki til sendandans Steinn segist ekki þekkja til þess einstaklings sem sendi hótunina. „Ég hef aldrei séð þetta nafn áður sem kom fyrir í tölvupóstinum.“ Hann segir að auðvitað er manni brugðið að sjá tölvupóst sem þennan. „Maður tekur þetta alvarlega. Ég tel að við brugðust hárrétt við, það er ákveðin viðbragðsáætlun í gildi þegar svona kemur upp sem framhaldsskólar fylgja.“ Kennsla hefst á ný í skólanum 12:55 og segist Steinn gera ráð fyrir að nemendur mæti af fullum krafti í skólann. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann í morgun vegna málsins, en nú hefur verið greint frá því að sambærilegar hótanir hafi verið sendar á þrjár stofnanir til viðbótar í nótt og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum. Steinn segir að hótunin hafi borist á netfang skólans. „Tölvupósturinn var á ensku og þar var sagt að það væri sprengja í skólanum sem myndi springa í dag. Við vöknum greinilega snemma í MH, því ég fæ póstinn frá skrifstofunni rétt fyrir sjö, er svo sestur við mitt skrifborð um 7:20. Við vorum þrír starfsmenn í húsi svo við þurfum ekkert að rýma skólann. Við lokum skólanum strax og á meðan verið er að loka skólanum þá er haft samband við lögreglu sem er mætt um tíu mínútum síðar. Þeir voru bara komnir á staðinn um hálf átta. Þetta gekk mjög vel og lán að við skyldum geta brugðist við áður en einhver var kominn í bygginguna.“ Þekkir ekki til sendandans Steinn segist ekki þekkja til þess einstaklings sem sendi hótunina. „Ég hef aldrei séð þetta nafn áður sem kom fyrir í tölvupóstinum.“ Hann segir að auðvitað er manni brugðið að sjá tölvupóst sem þennan. „Maður tekur þetta alvarlega. Ég tel að við brugðust hárrétt við, það er ákveðin viðbragðsáætlun í gildi þegar svona kemur upp sem framhaldsskólar fylgja.“ Kennsla hefst á ný í skólanum 12:55 og segist Steinn gera ráð fyrir að nemendur mæti af fullum krafti í skólann.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira