Tryggvi flytur á Blönduós og snýr aftur í þjálfun Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 10:00 Koma Trygga Guðmundssonar er hvalreki fyrir húnvetnskt íþróttalíf, segir í tilkynningu frá Kormáki/Hvöt. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, er orðinn þjálfari á nýjan leik en hann verður búsettur á Blönduósi í sumar og mun stýra liði Kormáks/Hvatar í 4. deild karla. Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni.
Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira